Telur að Yoro slái í gegn hjá United: „Pirrandi að mæta honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2024 13:32 Hákon Arnar Haraldsson hefur trú á því að Leny Yoro geri vel í Manchester. Samsett/Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur mikla trú á franska varnarmanninum Leny Yoro sem var liðsfélagi Hákons hjá Lille þar til hann skipti til Manchester United í sumar. Hákon kveðst strax hafa séð hversu mikið hæfileikabúnt franski miðvörðurinn er. Yoro er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára í nóvember, en var þrátt fyrir það lykilmaður hjá Lille á síðustu leiktíð. Frammistaða hans kallaði á áhuga margra stærstu félaga heims en Manchester United hreppti hnossið þegar liðið keypti Yoro á um 60 milljónir evra í sumar. Hákon Arnar lék með Yoro í fyrra og segist strax hafa séð hversu miklum hæfileikum miðvörðurinn ungi býr yfir. „Þetta er ótrúlega nútímalegur hafsent. Hann er með alla eiginleikana sem hafsent í dag þarf að hafa. Hann er hávaxinn, góður í loftinu, en samt hrikalega góður á boltann og hraður,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild Vísis. „Ég sá það bara strax þegar ég byrjaði æfa með honum hvað hann var góður. Á miðað við að hann sé bara 2005 model, sem er bara fáránlegt. Ég held hann muni standa sig vel þarna. Maður sá það strax að hann var geggjaður,“ bætir Hákon við. Leiðinlegt að mæta honum á æfingum Aðspurður hvernig hafi verið að eiga við Yoro á æfingum segir Hákon það sannarlega hafa reynt á. „Það bara eiginlega bara leiðinlegt. Hann er yngri en maður sjálfur en samt svona góður, það er eiginlega bara pirrandi að mæta honum sko. En jú, líka bara gaman,“ segir Hákon léttur. Yoro meiddist illa í sumar, fljótlega eftir komuna til Manchester-liðsins, og verður frá í þónokkrar vikur í viðbót. Þrátt fyrir það hefur Hákon trú á því að hann geti stimplað sig inn hjá aðalliði félagsins eftir að hann stígur upp úr meiðslunum. „Ég held það. Þetta er auðvitað risa skref að fara í einn stærsta klúbb í heimi. Ég hef trú á honum, ég held hann hafi þessa eiginleika sem þarf til hjá þessum risaklúbbum,“ segir Hákon. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Yoro er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára í nóvember, en var þrátt fyrir það lykilmaður hjá Lille á síðustu leiktíð. Frammistaða hans kallaði á áhuga margra stærstu félaga heims en Manchester United hreppti hnossið þegar liðið keypti Yoro á um 60 milljónir evra í sumar. Hákon Arnar lék með Yoro í fyrra og segist strax hafa séð hversu miklum hæfileikum miðvörðurinn ungi býr yfir. „Þetta er ótrúlega nútímalegur hafsent. Hann er með alla eiginleikana sem hafsent í dag þarf að hafa. Hann er hávaxinn, góður í loftinu, en samt hrikalega góður á boltann og hraður,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild Vísis. „Ég sá það bara strax þegar ég byrjaði æfa með honum hvað hann var góður. Á miðað við að hann sé bara 2005 model, sem er bara fáránlegt. Ég held hann muni standa sig vel þarna. Maður sá það strax að hann var geggjaður,“ bætir Hákon við. Leiðinlegt að mæta honum á æfingum Aðspurður hvernig hafi verið að eiga við Yoro á æfingum segir Hákon það sannarlega hafa reynt á. „Það bara eiginlega bara leiðinlegt. Hann er yngri en maður sjálfur en samt svona góður, það er eiginlega bara pirrandi að mæta honum sko. En jú, líka bara gaman,“ segir Hákon léttur. Yoro meiddist illa í sumar, fljótlega eftir komuna til Manchester-liðsins, og verður frá í þónokkrar vikur í viðbót. Þrátt fyrir það hefur Hákon trú á því að hann geti stimplað sig inn hjá aðalliði félagsins eftir að hann stígur upp úr meiðslunum. „Ég held það. Þetta er auðvitað risa skref að fara í einn stærsta klúbb í heimi. Ég hef trú á honum, ég held hann hafi þessa eiginleika sem þarf til hjá þessum risaklúbbum,“ segir Hákon.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira