Heldur upp á afmæli dótturinnar eftir sigur í Reykjavíkurmaraþoninu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 19:47 Sigurður Örn varð í dag Íslandsmeistari í maraþoni. Vísir/Skjáskot Sigurður Örn Ragnarsson varð í dag fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er hann kom í mark á tímanum 2:37:07. „Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
„Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira