Heldur upp á afmæli dótturinnar eftir sigur í Reykjavíkurmaraþoninu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 19:47 Sigurður Örn varð í dag Íslandsmeistari í maraþoni. Vísir/Skjáskot Sigurður Örn Ragnarsson varð í dag fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er hann kom í mark á tímanum 2:37:07. „Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
„Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira