Verena hljóp á 03:19:48 og varð níunda í heildina í kvennaflokki. Hún var að vonum sátt, en þreytt, þegar hún ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir hlaupið.
„Þetta var mjög erfitt. Ég er ekki búin að æfa nógu mikið. En næstum fimm mánuðum eftir að hafa fætt barn,“ sagði Verena.
„Þetta var ekki besti undirbúningurinn,“ sagði hlaupagarpurinn ennfremur.
En hvernig fannst Verenu hlaupið ganga?
„Fyrir tveimur árum hljóp ég miklu skárra en í dag en þetta er bara geggjað, æðislegt veður og stemmning,“ sagði Verena sem var svo spurð hvernig hún hefði farið að því að koma sér svona fljótt aftur af stað eftir barnsburð.
„Bara hægt og rólega, hlusta á líkamann. Ég var ekki með neitt prógramm. Ég fór bara út og athugaði hvernig mér líður á hverjum degi. Þetta er best, ekki bara horfa hvað aðrir eru að gera heldur hvað þú sjálfur getur gert.“
Viðtalið við Verenu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.