New York Times og BBC segja Íslendinga furða sig á stöðu gúrkunnar Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:51 Íslenskar gúrkur hafa sjaldan notið jafnmikilla vinsælda. Getty/Ekaterina Goncharova Meintur gúrkuskortur á Íslandi vekur athygli út fyrir landsteinanna og er til umfjöllunar bæði hjá The New York Times og BBC. Miðlarnir slá því upp að miklar vinsældir gúrkusalats á samfélagsmiðlinum Tiktok hafi leitt til mikillar söluaukningar og erfitt hafi reynst fyrir bændur og verslanir að bregðast við. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi sagði nýverið að kassi af gúrku hafi hækkað um þúsund krónur í heildsölu frá því í lok júní, mest af öllum vörum sem hún kaupi inn. Ástæðuna telji hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á TikTok. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði hefur sagt gúrkuskort vera viðvarandi vandamál og framleiðendur ekki hafa undan. Ekki sé um nýtt vandamál að ræða og bændur hafi ekki undan. Hann sagði gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tiktok uppskriftir valdið því að neyslan hafi aukist enn frekar. Vona að staðan lagist fljótlega Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Sölufélagi garðyrkjumanna að uppskriftir að gúrkusalati hafi reynst svo vinsælar að garðyrkjubændur nái ekki að halda í við aukna eftirspurn. Vonast sé til þess að framboð verði komið í eðlilegt horf eftir um viku. Umfjöllun BBC um málið forvitnilega.Skjáskot Í frétt BBC segir að sala á gúrkum hafi meira en tvöfaldast í verslunum Hagkaupa en að forsvarsfólk verslunarkeðjunnar dragi orsakatengslin milli samfélagsmiðlaæðisins og aukinnar eftirspurnar í efa. Vinsældir gúrkusalatsins séu ekki eina skýringin á skortinum og það sé algengt að lítið sé til af íslenskum gúrkum á þessum tíma ársins, að sögn Vignis Þórs Birgissonar, vörustjóra matvöru hjá Hagkaup. Haft er eftir Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna í sömu frétt að fleiri þættir spili líklega inn í. Margir gúrkubændur skipti út plöntunum sínum á þessum tíma árs og skólar séu að hefjast á ný, sem auki enn eftirspurn. „Þetta er í fyrsta sinn sem upplifum eitthvað þessu líkt,“ segir Kristín. Umfjöllun The New York Times.Skjáskot Pantað neyðarsendingu af gúrkum frá Hollandi Fullyrt er í frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times að margir íslenskir heimakokkar hafi furðað sig á gúrkuleysinu. Rætt er við Daníel Sigþórsson sem segist hafa leitað að gúrku í þremur verslunum en ekki haft erindi sem erfiði. Þá er haft Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar að gúrkur séu uppseldar í verslunum um allt land. Stjórnendur hafi þurft að bregðast við skortinum með því að panta neyðarsendingu frá Hollandi. Verslun Landbúnaður Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi sagði nýverið að kassi af gúrku hafi hækkað um þúsund krónur í heildsölu frá því í lok júní, mest af öllum vörum sem hún kaupi inn. Ástæðuna telji hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á TikTok. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði hefur sagt gúrkuskort vera viðvarandi vandamál og framleiðendur ekki hafa undan. Ekki sé um nýtt vandamál að ræða og bændur hafi ekki undan. Hann sagði gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tiktok uppskriftir valdið því að neyslan hafi aukist enn frekar. Vona að staðan lagist fljótlega Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Sölufélagi garðyrkjumanna að uppskriftir að gúrkusalati hafi reynst svo vinsælar að garðyrkjubændur nái ekki að halda í við aukna eftirspurn. Vonast sé til þess að framboð verði komið í eðlilegt horf eftir um viku. Umfjöllun BBC um málið forvitnilega.Skjáskot Í frétt BBC segir að sala á gúrkum hafi meira en tvöfaldast í verslunum Hagkaupa en að forsvarsfólk verslunarkeðjunnar dragi orsakatengslin milli samfélagsmiðlaæðisins og aukinnar eftirspurnar í efa. Vinsældir gúrkusalatsins séu ekki eina skýringin á skortinum og það sé algengt að lítið sé til af íslenskum gúrkum á þessum tíma ársins, að sögn Vignis Þórs Birgissonar, vörustjóra matvöru hjá Hagkaup. Haft er eftir Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna í sömu frétt að fleiri þættir spili líklega inn í. Margir gúrkubændur skipti út plöntunum sínum á þessum tíma árs og skólar séu að hefjast á ný, sem auki enn eftirspurn. „Þetta er í fyrsta sinn sem upplifum eitthvað þessu líkt,“ segir Kristín. Umfjöllun The New York Times.Skjáskot Pantað neyðarsendingu af gúrkum frá Hollandi Fullyrt er í frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times að margir íslenskir heimakokkar hafi furðað sig á gúrkuleysinu. Rætt er við Daníel Sigþórsson sem segist hafa leitað að gúrku í þremur verslunum en ekki haft erindi sem erfiði. Þá er haft Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar að gúrkur séu uppseldar í verslunum um allt land. Stjórnendur hafi þurft að bregðast við skortinum með því að panta neyðarsendingu frá Hollandi.
Verslun Landbúnaður Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11
Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49