Hlaupið í 40 ár Ingvar Sverrisson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun