Óréttlæti mamons Bubbi Morthens skrifar 23. ágúst 2024 08:00 Háir stýrivextir eru aðför gegn almenningi en gjöf til þeirra sem græða á þeim. Stýrivextir – þetta orð, ómæ, ómæ! Þeir reka fólk í röðum ofaní ginið á bönkum landsins, stýra því snyrtilega hverjir græða. Herra minn drottinn, ekki guð á himnum, en jú, peningaguðinn er eins og fimmfaldur Búdda, kjagandi um með uppglennt augu af græðgi. Hann fær aldrei nóg. Krónan er vopn þeirra sem vilja viðhalda gjánni milli þeirra sem lifa vel og feitt og þeirra sem lifa í raun naumt og eru bundin á klafa krónunnar og moka framtíð barna sinni ofaní gin bankanna. Þeir ríku kaupa upp íbúðir á markaði og yfirbjóða allt og alla með sín fasteignafélög, ryksuga enga drullu bara gull. Unga fólkið á ekki sjens að kaupa sér heimili, auðurinn safnast á fárra hendur. Það rignir alla daga óréttlæti og meginþorri þjóðarinnar er rennblautur. Hvernig getur svona lagað gerst?Jú, óhæf stjórnmálastétt, því miður, þó auðvitað sé að finna þar fólk sem vill vel en ræður öngu. Eina leiðin til að breyta þessu er í höndum fólks í næstu kosningum. Það er ömurð að ungt fólk geti ekki komið sér upp þaki yfir höfuðið. Leiguverð er svo hátt að Fagin í bók Dickens um Óliver Twist hefði fengið hjartaslag af gleði yfir þessari nýju stétt fermetrakúreka sem arka um með leigusamninga í byssuhólka stað. Það mun einn daginn sjóða uppúr og þegar það gerist þá dugar ekki að læsa samviskuna inni, hún verður einfaldlega rifin úr brjóstum manna þar sem hún hímir bakvið hvíta rimla þeirra sem kynda bálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Háir stýrivextir eru aðför gegn almenningi en gjöf til þeirra sem græða á þeim. Stýrivextir – þetta orð, ómæ, ómæ! Þeir reka fólk í röðum ofaní ginið á bönkum landsins, stýra því snyrtilega hverjir græða. Herra minn drottinn, ekki guð á himnum, en jú, peningaguðinn er eins og fimmfaldur Búdda, kjagandi um með uppglennt augu af græðgi. Hann fær aldrei nóg. Krónan er vopn þeirra sem vilja viðhalda gjánni milli þeirra sem lifa vel og feitt og þeirra sem lifa í raun naumt og eru bundin á klafa krónunnar og moka framtíð barna sinni ofaní gin bankanna. Þeir ríku kaupa upp íbúðir á markaði og yfirbjóða allt og alla með sín fasteignafélög, ryksuga enga drullu bara gull. Unga fólkið á ekki sjens að kaupa sér heimili, auðurinn safnast á fárra hendur. Það rignir alla daga óréttlæti og meginþorri þjóðarinnar er rennblautur. Hvernig getur svona lagað gerst?Jú, óhæf stjórnmálastétt, því miður, þó auðvitað sé að finna þar fólk sem vill vel en ræður öngu. Eina leiðin til að breyta þessu er í höndum fólks í næstu kosningum. Það er ömurð að ungt fólk geti ekki komið sér upp þaki yfir höfuðið. Leiguverð er svo hátt að Fagin í bók Dickens um Óliver Twist hefði fengið hjartaslag af gleði yfir þessari nýju stétt fermetrakúreka sem arka um með leigusamninga í byssuhólka stað. Það mun einn daginn sjóða uppúr og þegar það gerist þá dugar ekki að læsa samviskuna inni, hún verður einfaldlega rifin úr brjóstum manna þar sem hún hímir bakvið hvíta rimla þeirra sem kynda bálið.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar