Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2024 21:17 Innanlandsfarþegar á Akureyrarflugvelli fengu í dag í fyrsta sinn að upplifa bjartan og rúmgóðan brottfararsal millilandaflugsins. KMU Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50