Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2024 21:17 Innanlandsfarþegar á Akureyrarflugvelli fengu í dag í fyrsta sinn að upplifa bjartan og rúmgóðan brottfararsal millilandaflugsins. KMU Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50