Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. ágúst 2024 18:28 Frá Norðfirði í dag. Vísir/Hjalti Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira