Það er alltaf von: Samtökin ‘78 styðja Píeta Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:31 Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings. Fjöldamargar rannsóknir sýna að hinsegin fólk er í aukinni áhættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum. Fólkið sem leitar í ráðgjöf Samtakanna ‘78 á því margt að baki sögur um sjálfsskaða eða sjálfsvígstilraunir. Þess vegna er það okkur, eins og öllum öðrum í samfélaginu, afskaplega mikilvægt að til staðar sé þjónusta sem grípur fólk með sjálfsvígshugsanir áður en það er orðið of seint og styður aðstandendur þeirra sem því miður láta lífið vegna sjálfsvíga. Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 í nákvæmlega þessum tilgangi. Þau hafa á örfáum árum umbylt aðgengi að aðstoð fyrir fólk sem er í yfirvofandi sjálfsvígshættu. Samhliða hafa þau komið á fót víðtækum stuðningi við aðstandendur. Samtökin ‘78 hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta vísað fólki sem er í bráðavanda á þau frábæru úrræði sem Píeta samtökin bjóða upp á. Við vitum að það hefur bjargað lífum okkar fólks. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár hlaupa Samtökin ‘78 þess vegna fyrir Píeta samtökin. Starf Píeta er nefnilega í þágu okkar allra, sama hver við erum - og þar er hinsegin fólk alltaf velkomið. Við viljum sýna stuðning okkar við þeirra öfluga starf í verki og hvetjum því allt fólk sem þetta les til þess að heita á hlaupara Samtakanna ‘78 í vikunni. Við skiptum öll máli. Það er alltaf von. Styrkjum Píeta-samtökin. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings. Fjöldamargar rannsóknir sýna að hinsegin fólk er í aukinni áhættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum. Fólkið sem leitar í ráðgjöf Samtakanna ‘78 á því margt að baki sögur um sjálfsskaða eða sjálfsvígstilraunir. Þess vegna er það okkur, eins og öllum öðrum í samfélaginu, afskaplega mikilvægt að til staðar sé þjónusta sem grípur fólk með sjálfsvígshugsanir áður en það er orðið of seint og styður aðstandendur þeirra sem því miður láta lífið vegna sjálfsvíga. Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 í nákvæmlega þessum tilgangi. Þau hafa á örfáum árum umbylt aðgengi að aðstoð fyrir fólk sem er í yfirvofandi sjálfsvígshættu. Samhliða hafa þau komið á fót víðtækum stuðningi við aðstandendur. Samtökin ‘78 hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta vísað fólki sem er í bráðavanda á þau frábæru úrræði sem Píeta samtökin bjóða upp á. Við vitum að það hefur bjargað lífum okkar fólks. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár hlaupa Samtökin ‘78 þess vegna fyrir Píeta samtökin. Starf Píeta er nefnilega í þágu okkar allra, sama hver við erum - og þar er hinsegin fólk alltaf velkomið. Við viljum sýna stuðning okkar við þeirra öfluga starf í verki og hvetjum því allt fólk sem þetta les til þess að heita á hlaupara Samtakanna ‘78 í vikunni. Við skiptum öll máli. Það er alltaf von. Styrkjum Píeta-samtökin. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun