Færu sömu leið og Blikar en á gjörólíka endastöð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 09:00 Viktor Örlygur Andrason og félagar í Víkingi spila afar mikilvæga leiki við Santa Coloma í dag og eftir viku. vísir/Diego Víkingar freista þess í Víkinni í kvöld, og í Andorra eftir viku, að tryggja sér meira en hálfan milljarð króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð við Chelsea og Fiorentina. Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson). Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson).
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira