„78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2024 07:28 Barack Obama sagðist vera eini maðurinn sem væri svo vitlaus að stíga á svið á eftir eigikonu sinni, sem uppskar jafnvel meiri fögnuð viðstaddra en forsetinn fyrrverandi. Getty/Joe Raedle Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. „Já, hún getur!“ hrópuðu viðstaddir þegar forsetinn fyrrverandi hélt ræðu sína en eins og þekkt er var „Já, við getum!“ slagorð kosningabaráttu hans fyrir forsetakosningarnar árið 2008. „Við þörfnumst ekki fjögurra ára í viðbót af vandræðum og veseni og kaos,“ sagði Obama. „Við höfum séð þá mynd áður og vitum að framhaldsmyndin er oftast verri. Bandaríkin eru reiðubúin fyrir nýjan kafla. Bandaríkin eru reiðubúin fyrir betri sögu. Við erum reiðubúin fyrir Kamölu Harris forseta.“ Obama sagðist vongóður þar sem landsþing Demókrataflokksins hefðu reynst góður stökkpallur fyrir „krakka með skrýtin nöfn sem trúa á land þar sem allt er mögulegt“ og vísaði þar til ræðu sem hann hélt sjálfur á landsþinginu fyrir nákvæmlega 20 árum. Ræðan kom Obama á kortið og sama ár var hann kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Illinois. Harris tók þátt í þeirri kosningabaráttu og studdi Obama einnig í forvalinu gegn Hillary Clinton fjórum árum síðar. .@KamalaHarris and @Tim_Walz believe in an America where "We the People" includes everyone. Because that's the only way this American experiment works. And despite what our politics might suggest, I think most Americans understand that. pic.twitter.com/hGZnK7A0ys— Barack Obama (@BarackObama) August 21, 2024 Obama minnti viðstadda hins vegar einnig á að þrátt fyrir hin mikla meðbyr sem Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz hafa notið væri enn afar tvísýnt um úrslitin; menn ættu að mæta á kjörstað og spyrja sig að því hvort forsetaefnið myndi berjast fyrir þá. Harris hafði alla tíð barist fyrir því að veita öðrum þau tækifæri sem hún naut. Sama væri ekki hægt að segja um Donald Trump. „Þetta er 78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín frá því að hann kom niður gullrúllustigann fyrir níu árum,“ sagði Obama. „Þetta hefur verið stöðugur straumur af vandamálum og kvörtunum, sem hafa versnað nú þegar hann er hræddur um að tapa fyrir Kamölu.“ „Barnaleg uppnefni og brjálaðar samsæriskenningar. Þráhyggja yfir fjölda viðstaddra. Áfram mætti telja. Um daginn heyrði ég einhvern líkja Trump við nágranna sem hefur laufblásarann í gangi fyrir utan gluggann þinn hverja mínútu hvern dag. Af hálfu nágranna er það þreytandi. Af hálfu forseta er það hættulegt.“ Þegar viðstaddir hófu að púa þegar minnst var á Trump, sagði Obama: „Ekki púa. Kjósið!“ Barack Obama eviscerated Donald Trump in a speech at the Democratic National Convention, saying that Trump “has not stopped whining about his problems” since he announced his first campaign in 2015. pic.twitter.com/wqtmLQ91yg— The New York Times (@nytimes) August 21, 2024 Enn langt í land Obama sagði Harris ekki nágrannann sem kveikti á laufblásaranum heldur nágrannann sem kæmi til aðstoðar þegar eitthvað bjátaði á. Hann hvatti menn hins vegar til að hunsa ekki þá sem væru hinum megin á hinu pólitíska litrófi, heldur hlusta á þá. Michelle Obama gagnrýndi Trump fyrir þröngsýni og sagði hann hafa gert allt til að gera þau hjónin tortryggileg. Þá gerði hún lítið úr þeirri fullyrðingu Trump, sem hann hefur notað til að höfða til svartra kjósenda, um að innflytjendur væru að taka „svört störf“. „Hver ætlar að segja honum að starfið sem hann er núna að sækjast eftir gæti verið eitt af þessum „svörtu störfum“,“ spurði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Stephanie Grisham, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump og talsmaður Melaniu Trump, var meðal þeirra Repúblikana sem stigu á svið í gær og hvöttu fólk til að kjósa Harris. Former Trump press secretary Stephanie Grisham tells the DNC she never held a White House briefing "because, unlike my boss, I never wanted to stand at that podium and lie. Now, here I am behind a podium advocating for a Democrat." https://t.co/40Dlee2KMG pic.twitter.com/eDhNhkCaiz— ABC News (@ABC) August 20, 2024 Hún sagði að á bak við lokaðar dyr gerði Trump lítið úr kjósendum sínum og kallaði þá „kjallarabúa“. Eitt sinn þegar hann heimsótti gjörgæslu þar sem fólk lá fyrir dauðanum hefði hann haft meiri áhyggjur af því að myndavélarnar fylgdu honum ekki stöðugt eftir. Þá sýndi Grisham skilaboð milli sín og Melaniu daginn sem ráðist var inn í þinghúsið, þar sem Grisham spurði hvort hún ætti ekki að senda út skilaboð um að menn ættu að mótmæla með friðasamlegum hætti. „Nei,“ svaraði forsetafrúin þáverandi. Annar Repúblikani sem steig á svið var John Giles, borgarstjóri Mesa í Arizona. „Ég þarf að gera játningu. Ég hef tilheyrt Repúblikanaflokknum allt mitt líf. En ég upplifi mig meira heima hér en í Repúblikanaflokknum eins og hann er í dag.“ Það hefur verið mikið um dýrðir á landsþinginu en sérfræðingar hafa varað Demókrata við því að verða of værukærir. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni Harris og Walz í sókn sé mjög tvísýnt um framhaldið og afar mjótt á munum í barátturíkjunum, til að mynda Pennsylvaníu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
„Já, hún getur!“ hrópuðu viðstaddir þegar forsetinn fyrrverandi hélt ræðu sína en eins og þekkt er var „Já, við getum!“ slagorð kosningabaráttu hans fyrir forsetakosningarnar árið 2008. „Við þörfnumst ekki fjögurra ára í viðbót af vandræðum og veseni og kaos,“ sagði Obama. „Við höfum séð þá mynd áður og vitum að framhaldsmyndin er oftast verri. Bandaríkin eru reiðubúin fyrir nýjan kafla. Bandaríkin eru reiðubúin fyrir betri sögu. Við erum reiðubúin fyrir Kamölu Harris forseta.“ Obama sagðist vongóður þar sem landsþing Demókrataflokksins hefðu reynst góður stökkpallur fyrir „krakka með skrýtin nöfn sem trúa á land þar sem allt er mögulegt“ og vísaði þar til ræðu sem hann hélt sjálfur á landsþinginu fyrir nákvæmlega 20 árum. Ræðan kom Obama á kortið og sama ár var hann kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Illinois. Harris tók þátt í þeirri kosningabaráttu og studdi Obama einnig í forvalinu gegn Hillary Clinton fjórum árum síðar. .@KamalaHarris and @Tim_Walz believe in an America where "We the People" includes everyone. Because that's the only way this American experiment works. And despite what our politics might suggest, I think most Americans understand that. pic.twitter.com/hGZnK7A0ys— Barack Obama (@BarackObama) August 21, 2024 Obama minnti viðstadda hins vegar einnig á að þrátt fyrir hin mikla meðbyr sem Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz hafa notið væri enn afar tvísýnt um úrslitin; menn ættu að mæta á kjörstað og spyrja sig að því hvort forsetaefnið myndi berjast fyrir þá. Harris hafði alla tíð barist fyrir því að veita öðrum þau tækifæri sem hún naut. Sama væri ekki hægt að segja um Donald Trump. „Þetta er 78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín frá því að hann kom niður gullrúllustigann fyrir níu árum,“ sagði Obama. „Þetta hefur verið stöðugur straumur af vandamálum og kvörtunum, sem hafa versnað nú þegar hann er hræddur um að tapa fyrir Kamölu.“ „Barnaleg uppnefni og brjálaðar samsæriskenningar. Þráhyggja yfir fjölda viðstaddra. Áfram mætti telja. Um daginn heyrði ég einhvern líkja Trump við nágranna sem hefur laufblásarann í gangi fyrir utan gluggann þinn hverja mínútu hvern dag. Af hálfu nágranna er það þreytandi. Af hálfu forseta er það hættulegt.“ Þegar viðstaddir hófu að púa þegar minnst var á Trump, sagði Obama: „Ekki púa. Kjósið!“ Barack Obama eviscerated Donald Trump in a speech at the Democratic National Convention, saying that Trump “has not stopped whining about his problems” since he announced his first campaign in 2015. pic.twitter.com/wqtmLQ91yg— The New York Times (@nytimes) August 21, 2024 Enn langt í land Obama sagði Harris ekki nágrannann sem kveikti á laufblásaranum heldur nágrannann sem kæmi til aðstoðar þegar eitthvað bjátaði á. Hann hvatti menn hins vegar til að hunsa ekki þá sem væru hinum megin á hinu pólitíska litrófi, heldur hlusta á þá. Michelle Obama gagnrýndi Trump fyrir þröngsýni og sagði hann hafa gert allt til að gera þau hjónin tortryggileg. Þá gerði hún lítið úr þeirri fullyrðingu Trump, sem hann hefur notað til að höfða til svartra kjósenda, um að innflytjendur væru að taka „svört störf“. „Hver ætlar að segja honum að starfið sem hann er núna að sækjast eftir gæti verið eitt af þessum „svörtu störfum“,“ spurði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Stephanie Grisham, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump og talsmaður Melaniu Trump, var meðal þeirra Repúblikana sem stigu á svið í gær og hvöttu fólk til að kjósa Harris. Former Trump press secretary Stephanie Grisham tells the DNC she never held a White House briefing "because, unlike my boss, I never wanted to stand at that podium and lie. Now, here I am behind a podium advocating for a Democrat." https://t.co/40Dlee2KMG pic.twitter.com/eDhNhkCaiz— ABC News (@ABC) August 20, 2024 Hún sagði að á bak við lokaðar dyr gerði Trump lítið úr kjósendum sínum og kallaði þá „kjallarabúa“. Eitt sinn þegar hann heimsótti gjörgæslu þar sem fólk lá fyrir dauðanum hefði hann haft meiri áhyggjur af því að myndavélarnar fylgdu honum ekki stöðugt eftir. Þá sýndi Grisham skilaboð milli sín og Melaniu daginn sem ráðist var inn í þinghúsið, þar sem Grisham spurði hvort hún ætti ekki að senda út skilaboð um að menn ættu að mótmæla með friðasamlegum hætti. „Nei,“ svaraði forsetafrúin þáverandi. Annar Repúblikani sem steig á svið var John Giles, borgarstjóri Mesa í Arizona. „Ég þarf að gera játningu. Ég hef tilheyrt Repúblikanaflokknum allt mitt líf. En ég upplifi mig meira heima hér en í Repúblikanaflokknum eins og hann er í dag.“ Það hefur verið mikið um dýrðir á landsþinginu en sérfræðingar hafa varað Demókrata við því að verða of værukærir. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni Harris og Walz í sókn sé mjög tvísýnt um framhaldið og afar mjótt á munum í barátturíkjunum, til að mynda Pennsylvaníu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira