Stjórnlaus sprenging í bílastæðagjöldum við náttúruperlur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 21:08 Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir ný bílastæðagjöld nánast daglegt brauð við náttúruperlur landsins. Mikilvægt sé að koma böndum á þessa þróun. Vísir/Arnar Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir stjórnleysi ríkja í málaflokknum og gjöldin leggist misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira