Virðir ekki nálgunarbann og í gæsluvarðhaldi þar til vísað úr landi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2024 15:01 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem stendur til að vísa úr landi þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til brottflutningurinn er framkvæmdur. Talið er að mikil hætta sé á að hann rjúfi nálgunarbann gagnvart fjórum dætrum sínum. Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira