Atli Barkarson á leið til Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 11:01 Atli Barkarson í einum af fjórum A-landsleikjum sínum. Jonathan Moscrop/Getty Images Atli Barkarson, leikmaður Sönderjyske í Danmörku, er á leið í belgíska boltann. Þar mun hann ganga í raðir B-deildarliðsins Zulte-Waregem. Hinn 23 ára gamli Atli hefur komið víða við á sínum ferli til þessa en hann fór ungur að árum til Norwich City þegar Kanarífuglarnir flugu hingað til lands og sóttu jafnframt Ísak Snæ Þorvaldsson. Þaðan lá leið Atla til Fredrikstad í Noregi og svo aftur heim þar sem hann spilaði frábærlega með Víkingum sem urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar meðan Atla naut við. Hann gekk í raðir Sönderjyske í janúar 2022 og hefur nú spilað 61 leik fyrir félagið, gefið átta stoðsendingar og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað alla fjóra deildarleiki liðsins frá upphafi til enda á þessari leiktíð og því koma tíðindin heldur á óvart. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar í endurkomu sinni í deild þeirra bestu og er með aðeins eitt stig að loknum fjórum umferðum. 🟢🔴 Infos #ZulteWaregem : 🇮🇸 Essevee now set to sign Atli Barkarson! Icelandic left-back arrives in Belgium this Sunday & will pass medical tests in the next 24 hours in order to complete his move to Challenger Pro League side.💰 Zulte will pay around €300K to Sönderjyske.… pic.twitter.com/46eVwWuwnp— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 17, 2024 Það er belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri sem greinir frá þessu á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar segir að Belgíska félagið borgi um 300 þúsund evrur fyrir leikmanninn eða tæpar 46 milljónir. Ef til vill er það tilboð sem Sönderjyske getur einfaldlega ekki hafnað. Fótbolti Danski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Atli hefur komið víða við á sínum ferli til þessa en hann fór ungur að árum til Norwich City þegar Kanarífuglarnir flugu hingað til lands og sóttu jafnframt Ísak Snæ Þorvaldsson. Þaðan lá leið Atla til Fredrikstad í Noregi og svo aftur heim þar sem hann spilaði frábærlega með Víkingum sem urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar meðan Atla naut við. Hann gekk í raðir Sönderjyske í janúar 2022 og hefur nú spilað 61 leik fyrir félagið, gefið átta stoðsendingar og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað alla fjóra deildarleiki liðsins frá upphafi til enda á þessari leiktíð og því koma tíðindin heldur á óvart. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar í endurkomu sinni í deild þeirra bestu og er með aðeins eitt stig að loknum fjórum umferðum. 🟢🔴 Infos #ZulteWaregem : 🇮🇸 Essevee now set to sign Atli Barkarson! Icelandic left-back arrives in Belgium this Sunday & will pass medical tests in the next 24 hours in order to complete his move to Challenger Pro League side.💰 Zulte will pay around €300K to Sönderjyske.… pic.twitter.com/46eVwWuwnp— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 17, 2024 Það er belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri sem greinir frá þessu á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar segir að Belgíska félagið borgi um 300 þúsund evrur fyrir leikmanninn eða tæpar 46 milljónir. Ef til vill er það tilboð sem Sönderjyske getur einfaldlega ekki hafnað.
Fótbolti Danski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira