Kúkalykt í kirkjugarði gerir út af við Grafavogsbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 11:48 Að sögn íbúa rýkur lyktinupp úr haugum á vinnusvæði kirkjugarðanna. aðsend „Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina. Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu.
Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira