Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag.
„Hiti á bilinu 5 til 14 stig. Á morgun kólnar þó heldur á norðanverðu landinu, einkum til fjalla og líklegt að það verði slydda eða snjókoma á einhverjum fjallvegum og því nauðsynlegt fyrir ferðalanga að sína aðgát.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðvestan og norðan 5-13 m/s og rigning um landið norðanvert, en líkur á slyddu eða snjókomu til fjalla. Skýjað með köflum sunnantil og stöku skúrir. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast syðst. Dregur úr vætu um kvöldið.
Á mánudag:
Norðan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil væta norðanlands, en annars skýjað með köflum. Fer að rigna suðaustantil eftir hádegi. Hiti 5 til 12 stig, mildast á Suðurlandi
Á þriðjudag:
Norðan 5-13 m/s, hvassast við austurströndina. Dálítil rigning, en bjart með köflum og að mestu þurrt sunnanlands. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og dálítil væta á Norður- og Austurlandi, en annars bjart. Lítið eitt hlýnandi.
Á fimmtudag:
Ákveðin norðaustanátt og dálítil væta, en að mestu þurrt vestantil.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með rigningu, en að mestu bjart sunnantil.