Er allt í góðu? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 17:30 Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun