Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2024 19:10 Guðbjörg segir mikið magn af fötum frá netverslunum eins og Shein og Temu rata í fatagáma Rauða krossins. Vísir/Ívar Fannar Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“ Neytendur Verslun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“
Neytendur Verslun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira