Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2024 19:10 Guðbjörg segir mikið magn af fötum frá netverslunum eins og Shein og Temu rata í fatagáma Rauða krossins. Vísir/Ívar Fannar Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“ Neytendur Verslun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“
Neytendur Verslun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira