„Það er komið að skuldadögum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. ágúst 2024 15:52 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Einar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra telur of mikið hafa verið gert úr „meintum ágreiningi“ hans og formanns Vinstri grænna í vindorkumálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi umhverfisráðherra, hefur kallað eftir breytingum á tillögum um vindorkulöggjöf sem lagðar voru fram á síðasta þingi og að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar. Þá sagði hann forgangsmál að samráðherra sinn leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á komandi þingi. „Ég held að það hafi verið gert aðeins of mikið úr þessum meinta ágreiningi enda vorum við að klára núna þessi mál sem voru á þinginu út úr ríkisstjórninni rétt í þessu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson að loknum ríkisstjórnarfundi. Málin séu því komin fram aftur og fari nú til þingflokka. Hann bindi vonir við að geta talað fyrir þeim á þinginu fljótlega í haust. „Síðan skiptir máli að við förum vel yfir þessi mál og bæði þing og þjóð láti sig þessi mál varða, því að við verðum að sinna okkar orkumálum. Valkostirnir eru tveir, það er annað hvort að nota jarðefnaeldsneyti eða græna orku.“ „Við Íslendingar erum svo lánsamir að þeir sem á undan komu stigu þau skref sem aðrir öfunda okkur að, við höfum nýtt grænu orkuna og ég treysti því að það sé samstaða um að halda því áfram,“ segir Guðlaugur Þór. Kæri á eigin ábyrgð Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps íhugar að kæra útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir fyrirhugaðan vindmyllugarð Landsvirkjunar í Brúfellslundi. Hún segir innviði raforkukerfisins staðsetta í hreppnum þó garðurinn yrði staðsettur í Rangárþingi ytra. Guðlaugur Þór segir að allir aðilar þurfi að huga að sinni ábyrgð og ef málið verði kært þá fari það sína leið. „Við vitum hver staðan er, það vantar hér orku því við höfum sinnt þessum málum lítið síðustu tvo áratugina og það er komið að skuldadögum. Það verður alltaf þannig við verðum aldrei sammála um alla hluti þegar kemur að virkjanakostum eða öðrum innviðum. En þetta er niðurstaðan sem er komin. Ef menn kæra á þá er það auðvitað á þeirra ábyrgð.“ Spyr hvort lognið teljist auðlind Franska félagið Qair er meðal erlendra aðila sem íhuga framleiðslu vindorku á Íslandi en Qair hyggst byggja upp vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Formaður VG hefur sagt mikilvægt að þessi auðlind sé í eigu þjóðarinnar. Nú er til dæmis franskt fyrirtæki að íhuga hér að reisa vindmyllugarð og mögulega fleiri útlendingar. Hefur þú einhverjar áhyggjur af þeirri þróun? „Ég veit ekki hvort ég er alveg sammála að við séum að tala um rokið sem auðlind…“ Er þetta ekki auðlind ef við ætlum að virkja rafmagn? „Hvað er þá lognið?“ Þú hlýtur að líta á það sem auðlind þar sem er verið að reisa vindmyllugarða út af rokinu? „Já en maður er kannski aðeins að átta sig á þessu, hvað er lognið þá? Er það auðlind?“ Á síðu Stjórnarráðsins um auðlindir segir: „Ísland er auðugt af náttúruauðlindum. Náttúruauður er allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum, s.s. jörð, lífríki, vatn, loft og sólarljós, t.a.m. í formi timburs, orku, fisks og beitar- og byggingarlands svo fátt eitt sé nefnt.” Fjölskyldan stefni ekki á vindorkuframleiðslu Burtséð frá skilgreiningu auðlinda segir Guðlaugur Þór stjórnarskrá landsins kveða á um atvinnufrelsi. „Þannig að ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar fari í að nýta orku sama hvernig það er gert þá þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar.“ Einstaklingar og einstaklingsfyrirtæki hafi verið í forgöngu fyrir nýtingu vatnsafls og jarðvarma á sínum tíma. „Hvert hlutverk ríkisins á að vera þegar kemur að orkuöflun er eitthvað sem við þurfum auðvitað að ræða líka.“ Áhætta felist í því að ráðast í orkuframleiðslu og opinberu fyrirtækin hafi verið mjög varkár. „Hin hliðin á peningnum er þessi: Hvað viljum við að skattgreiðendur taki mikla áhættu þegar að þessum málum kemur?“ Sögur hafa gengið um að Guðlaugur Þór eða fjölskylda hans eigi jörð þar sem til skoðunar sé að reisa vindmyllur. Hann segir ekkert til í slíkum sögusögnum. „Það verður áhugavert að vita það hverjir eru að búa til slíkar sögur. Áður var það vatnsaflsvirkjun en núna er það orðið vindorkan, hvoru tveggja er tóm þvæla. Ég bíð bara eftir því að það komi sögur um jarðhita, en það er líka þvæla.“ Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. 15. ágúst 2024 19:00 Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi umhverfisráðherra, hefur kallað eftir breytingum á tillögum um vindorkulöggjöf sem lagðar voru fram á síðasta þingi og að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar. Þá sagði hann forgangsmál að samráðherra sinn leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á komandi þingi. „Ég held að það hafi verið gert aðeins of mikið úr þessum meinta ágreiningi enda vorum við að klára núna þessi mál sem voru á þinginu út úr ríkisstjórninni rétt í þessu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson að loknum ríkisstjórnarfundi. Málin séu því komin fram aftur og fari nú til þingflokka. Hann bindi vonir við að geta talað fyrir þeim á þinginu fljótlega í haust. „Síðan skiptir máli að við förum vel yfir þessi mál og bæði þing og þjóð láti sig þessi mál varða, því að við verðum að sinna okkar orkumálum. Valkostirnir eru tveir, það er annað hvort að nota jarðefnaeldsneyti eða græna orku.“ „Við Íslendingar erum svo lánsamir að þeir sem á undan komu stigu þau skref sem aðrir öfunda okkur að, við höfum nýtt grænu orkuna og ég treysti því að það sé samstaða um að halda því áfram,“ segir Guðlaugur Þór. Kæri á eigin ábyrgð Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps íhugar að kæra útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir fyrirhugaðan vindmyllugarð Landsvirkjunar í Brúfellslundi. Hún segir innviði raforkukerfisins staðsetta í hreppnum þó garðurinn yrði staðsettur í Rangárþingi ytra. Guðlaugur Þór segir að allir aðilar þurfi að huga að sinni ábyrgð og ef málið verði kært þá fari það sína leið. „Við vitum hver staðan er, það vantar hér orku því við höfum sinnt þessum málum lítið síðustu tvo áratugina og það er komið að skuldadögum. Það verður alltaf þannig við verðum aldrei sammála um alla hluti þegar kemur að virkjanakostum eða öðrum innviðum. En þetta er niðurstaðan sem er komin. Ef menn kæra á þá er það auðvitað á þeirra ábyrgð.“ Spyr hvort lognið teljist auðlind Franska félagið Qair er meðal erlendra aðila sem íhuga framleiðslu vindorku á Íslandi en Qair hyggst byggja upp vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Formaður VG hefur sagt mikilvægt að þessi auðlind sé í eigu þjóðarinnar. Nú er til dæmis franskt fyrirtæki að íhuga hér að reisa vindmyllugarð og mögulega fleiri útlendingar. Hefur þú einhverjar áhyggjur af þeirri þróun? „Ég veit ekki hvort ég er alveg sammála að við séum að tala um rokið sem auðlind…“ Er þetta ekki auðlind ef við ætlum að virkja rafmagn? „Hvað er þá lognið?“ Þú hlýtur að líta á það sem auðlind þar sem er verið að reisa vindmyllugarða út af rokinu? „Já en maður er kannski aðeins að átta sig á þessu, hvað er lognið þá? Er það auðlind?“ Á síðu Stjórnarráðsins um auðlindir segir: „Ísland er auðugt af náttúruauðlindum. Náttúruauður er allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum, s.s. jörð, lífríki, vatn, loft og sólarljós, t.a.m. í formi timburs, orku, fisks og beitar- og byggingarlands svo fátt eitt sé nefnt.” Fjölskyldan stefni ekki á vindorkuframleiðslu Burtséð frá skilgreiningu auðlinda segir Guðlaugur Þór stjórnarskrá landsins kveða á um atvinnufrelsi. „Þannig að ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar fari í að nýta orku sama hvernig það er gert þá þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar.“ Einstaklingar og einstaklingsfyrirtæki hafi verið í forgöngu fyrir nýtingu vatnsafls og jarðvarma á sínum tíma. „Hvert hlutverk ríkisins á að vera þegar kemur að orkuöflun er eitthvað sem við þurfum auðvitað að ræða líka.“ Áhætta felist í því að ráðast í orkuframleiðslu og opinberu fyrirtækin hafi verið mjög varkár. „Hin hliðin á peningnum er þessi: Hvað viljum við að skattgreiðendur taki mikla áhættu þegar að þessum málum kemur?“ Sögur hafa gengið um að Guðlaugur Þór eða fjölskylda hans eigi jörð þar sem til skoðunar sé að reisa vindmyllur. Hann segir ekkert til í slíkum sögusögnum. „Það verður áhugavert að vita það hverjir eru að búa til slíkar sögur. Áður var það vatnsaflsvirkjun en núna er það orðið vindorkan, hvoru tveggja er tóm þvæla. Ég bíð bara eftir því að það komi sögur um jarðhita, en það er líka þvæla.“
Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. 15. ágúst 2024 19:00 Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. 15. ágúst 2024 19:00
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07