Íbúafundur um uppbyggingu sem ógni flúðunum skilyrði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2024 13:00 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hvetur alla sem hafa eitthvað að athuga við áform um virkjun í Tungufljóti til að skila inn athugasemdum fyrr en síðar. Áformunum, sem gera einnig ráð fyrir 70 húsum á frístundalóðum auk gisti- og veitingaþjónustu, var hleypt til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar með skilyrði um að íbúafundur yrði haldinn um þau. Fjallað var um það á Vísi í morgun að björgunarsveitarfólk og meðlimir kajaksamfélagsins óttuðust áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð, þar sem hún yrði þess valdandi að einstakar flúðir sem nýttar hafa verið til björgunaræfinga og kajakkeppna myndu tapast. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir áformin í fyrsta fasa, og ekkert ákveðið enn. „Það kom þessi svokallaða skipulagslýsing inn til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Það var ákveðið að hleypa henni í kynningu. En það var áskilið, samhliða því að hún yrði auglýst og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir, þá yrði haldinn íbúafundur til að kynna hana enn frekar því þetta er talsvert mikil breyting á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Allt vel kynnt Áformin felast ekki aðeins í virkjun, heldur einnig 35 frístundalóðum með tveimur húsum á hverri lóð, auk veitinga- og gistiþjónustu á svæði milli Gullfoss og Geysis, tveggja afar vinsælla ferðamannastaða. „Það er vilji sveitarstjórnar að þetta verði kynnt mjög ítarlega. Þetta er svona í fyrsta fasa. Ef það verður ákveðið að hleypa í gegn þessu skipulagsmáli, þá kemur deiliskipulagstillaga sem fer líka í auglýsingu.“ Þrátt fyrir það sé best að fá athugasemdir sem fyrst. „Við hvetjum bara alla sem eitthvað hafa um þetta að segja til að skila inn athugasemdum.“ Ásta segist skilja að landeigendur vilji nýta land sitt til uppbyggingar. „En það þarf auðvitað bara að huga vel að öllum þáttum og hvaða starfsemi er á hverju svæði,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Fjallað var um það á Vísi í morgun að björgunarsveitarfólk og meðlimir kajaksamfélagsins óttuðust áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð, þar sem hún yrði þess valdandi að einstakar flúðir sem nýttar hafa verið til björgunaræfinga og kajakkeppna myndu tapast. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir áformin í fyrsta fasa, og ekkert ákveðið enn. „Það kom þessi svokallaða skipulagslýsing inn til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Það var ákveðið að hleypa henni í kynningu. En það var áskilið, samhliða því að hún yrði auglýst og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir, þá yrði haldinn íbúafundur til að kynna hana enn frekar því þetta er talsvert mikil breyting á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Allt vel kynnt Áformin felast ekki aðeins í virkjun, heldur einnig 35 frístundalóðum með tveimur húsum á hverri lóð, auk veitinga- og gistiþjónustu á svæði milli Gullfoss og Geysis, tveggja afar vinsælla ferðamannastaða. „Það er vilji sveitarstjórnar að þetta verði kynnt mjög ítarlega. Þetta er svona í fyrsta fasa. Ef það verður ákveðið að hleypa í gegn þessu skipulagsmáli, þá kemur deiliskipulagstillaga sem fer líka í auglýsingu.“ Þrátt fyrir það sé best að fá athugasemdir sem fyrst. „Við hvetjum bara alla sem eitthvað hafa um þetta að segja til að skila inn athugasemdum.“ Ásta segist skilja að landeigendur vilji nýta land sitt til uppbyggingar. „En það þarf auðvitað bara að huga vel að öllum þáttum og hvaða starfsemi er á hverju svæði,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira