„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 10:00 Nik Chamberlain vonast til að standa í stuttbuxum á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira