Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 19:43 Sigrún Erla er starfsmaður hjá álverinu á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða. Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira
Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða.
Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira