Alvarlegar afleiðingar kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum Dagný Aradóttir Pind skrifar 15. ágúst 2024 11:00 Nýjar niðurstöður úr stóra rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna fjalla um afleiðingar áreitni og ofbeldi í vinnu. Áfallasaga kvenna er tímamótarannsókn þar sem allar konur á Íslandi fengu tækifæri til að taka þátt og segja frá margs konar reynslu sinni á lífsleiðinni. Fyrri niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 32% kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað. Nýjustu niðurstöðurnar leiða í ljós að þær konur sem hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað eru líklegri til að sýna einkenni alvarlegra heilsufarsvandamála, bæði andlegra og líkamlegra. Afleiðingarnar eru til að mynda auknar líkur á þunglyndi, kvíða, félagsfælni, sjálfsskaða, fíkn, svefnvandamálum og ýmsum líkamlegum einkennum. Algengast var að konur upplifðu þunglyndi, kvíða og alvarleg svefnvandamál. Þolendur ofbeldis eru einnig mun líklegri til að taka löng veikindaleyfi frá vinnu eða hætta störfum. Að verða fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað eykur því líkur á heilsutapi og tekjutapi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á einstaklinginn, fjölskylduna, vinnustaðinn og samfélagið allt. Rannsóknin sýnir einnig þó nokkurn mun á milli aldurshópa varðandi afleiðingar áreitni og ofbeldi á vinnustað. Yngstu konurnar, 18-24 ára, voru líklegastar til að upplifa kvíða, konur á aldrinum 35-44 ára þunglyndi og alvarleg svefnvandamál komu helst fram hjá konum á aldrinum 45-69 ára. Konur á aldrinum 45-54 ára voru líklegastar til að vera með alvarleg líkamleg einkenni. Áhugavert er að setja þessar niðurstöður í samhengi við örorku á Íslandi, en konur yfir 50 ára eru mjög fjölmennar í hópi örorkulífeyrisþega og 25% kvenna á aldrinum 63-66 ára eru á örorkulífeyri. Tryggingastofnun ríkisins hyggst á næstunni framkvæma rannsókn á ástæðum þess. Kröfur BSRB og Kvennaverkfalls BSRB hefur lengi barist fyrir því að stjórnvöld og vinnustaðir taki fast á málaflokknum og útrými þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni. Um 100.000 konur og kvár sem söfnuðust saman á Arnarhóli og víða um land 24. október 2023 gerðu einnig þá kröfu. Heildarsamtök launafólks og VIRK hafa undanfarið unnið að betri þjónustu fyrir þolendur áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Starfsfólk stéttarfélaga hefur fengið markvissa fræðslu og VIRK býður þolendum upp á þjónustu sem má kalla sálræna fyrstu hjálp. Stjórnvöld hafa einnig tekið einhver skref í rétta og hefur Vinnueftirlitið til að mynda aukið áherslu á málaflokkinn á síðustu misserum, í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að vinnuumhverfi sé öruggt og heilsusamlegt og á það jafnt við að vernda starfsfólk gegn slysum og hættulegum efnum og áreitni og ofbeldi hvort sem það er af hálfu samstarfsfólks eða einstaklinga sem starfsfólk þarf að eiga í samskiptum við vegna vinnunnar. Markvissa fræðslu þarf inn á alla vinnustaði, bæði til stjórnenda og starfsfólks og slík fræðsla þarf að fara fram reglulega. Eins þurfa stjórnendur að gefa skýr skilaboð um að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið og taka þarf á málum af festu þegar áreitni eða grunur um slíkt kemur upp þar sem hagsmunir þolanda og hættan á endurtekningu eru sett í forgrunn. Gerendur verða að hætta að beita ofbeldi Fullu jafnrétti verður aldrei náð fyrr en konur eru öruggar og frjálsar frá ofbeldi og áreitni eða hættu á að verða fyrir slíku, á vinnustöðum, heimili eða almannarýminu. Rót ofbeldis er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna og það þarf fjármagn og kröftugar aðgerðir til að útrýma ofbeldi gegn konum. Á undaförnum árum hefur úrræðum til að styðja við bakið á þolendum fjölgað og má segja að kastljósið hafi beinst að þolendum en síður að gerendum. Það er sjálfsagt réttlæti að þolendur fái stuðning, aðstoð og úrlausn mála og vinna þarf mun betur að því að afleiðingarnar séu ekki heilsu- og tekjutap. Staðreyndin er hins vegar sú að ofbeldi og áreitni verður aldrei útrýmt nema við förum að beina sjónum okkar að gerendum. Lykillinn að lausninni felst ekki eingöngu í því að gera betur fyrir þolendur, heldur að tryggja að gerendur hætti að beita ofbeldi. Á vinnustöðum eru það atvinnurekendur sem bera ábyrgð á því. Höfundur er lögfræðingur hjá BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Kjaramál Dagný Aradóttir Pind Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýjar niðurstöður úr stóra rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna fjalla um afleiðingar áreitni og ofbeldi í vinnu. Áfallasaga kvenna er tímamótarannsókn þar sem allar konur á Íslandi fengu tækifæri til að taka þátt og segja frá margs konar reynslu sinni á lífsleiðinni. Fyrri niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 32% kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað. Nýjustu niðurstöðurnar leiða í ljós að þær konur sem hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað eru líklegri til að sýna einkenni alvarlegra heilsufarsvandamála, bæði andlegra og líkamlegra. Afleiðingarnar eru til að mynda auknar líkur á þunglyndi, kvíða, félagsfælni, sjálfsskaða, fíkn, svefnvandamálum og ýmsum líkamlegum einkennum. Algengast var að konur upplifðu þunglyndi, kvíða og alvarleg svefnvandamál. Þolendur ofbeldis eru einnig mun líklegri til að taka löng veikindaleyfi frá vinnu eða hætta störfum. Að verða fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað eykur því líkur á heilsutapi og tekjutapi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á einstaklinginn, fjölskylduna, vinnustaðinn og samfélagið allt. Rannsóknin sýnir einnig þó nokkurn mun á milli aldurshópa varðandi afleiðingar áreitni og ofbeldi á vinnustað. Yngstu konurnar, 18-24 ára, voru líklegastar til að upplifa kvíða, konur á aldrinum 35-44 ára þunglyndi og alvarleg svefnvandamál komu helst fram hjá konum á aldrinum 45-69 ára. Konur á aldrinum 45-54 ára voru líklegastar til að vera með alvarleg líkamleg einkenni. Áhugavert er að setja þessar niðurstöður í samhengi við örorku á Íslandi, en konur yfir 50 ára eru mjög fjölmennar í hópi örorkulífeyrisþega og 25% kvenna á aldrinum 63-66 ára eru á örorkulífeyri. Tryggingastofnun ríkisins hyggst á næstunni framkvæma rannsókn á ástæðum þess. Kröfur BSRB og Kvennaverkfalls BSRB hefur lengi barist fyrir því að stjórnvöld og vinnustaðir taki fast á málaflokknum og útrými þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni. Um 100.000 konur og kvár sem söfnuðust saman á Arnarhóli og víða um land 24. október 2023 gerðu einnig þá kröfu. Heildarsamtök launafólks og VIRK hafa undanfarið unnið að betri þjónustu fyrir þolendur áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Starfsfólk stéttarfélaga hefur fengið markvissa fræðslu og VIRK býður þolendum upp á þjónustu sem má kalla sálræna fyrstu hjálp. Stjórnvöld hafa einnig tekið einhver skref í rétta og hefur Vinnueftirlitið til að mynda aukið áherslu á málaflokkinn á síðustu misserum, í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að vinnuumhverfi sé öruggt og heilsusamlegt og á það jafnt við að vernda starfsfólk gegn slysum og hættulegum efnum og áreitni og ofbeldi hvort sem það er af hálfu samstarfsfólks eða einstaklinga sem starfsfólk þarf að eiga í samskiptum við vegna vinnunnar. Markvissa fræðslu þarf inn á alla vinnustaði, bæði til stjórnenda og starfsfólks og slík fræðsla þarf að fara fram reglulega. Eins þurfa stjórnendur að gefa skýr skilaboð um að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið og taka þarf á málum af festu þegar áreitni eða grunur um slíkt kemur upp þar sem hagsmunir þolanda og hættan á endurtekningu eru sett í forgrunn. Gerendur verða að hætta að beita ofbeldi Fullu jafnrétti verður aldrei náð fyrr en konur eru öruggar og frjálsar frá ofbeldi og áreitni eða hættu á að verða fyrir slíku, á vinnustöðum, heimili eða almannarýminu. Rót ofbeldis er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna og það þarf fjármagn og kröftugar aðgerðir til að útrýma ofbeldi gegn konum. Á undaförnum árum hefur úrræðum til að styðja við bakið á þolendum fjölgað og má segja að kastljósið hafi beinst að þolendum en síður að gerendum. Það er sjálfsagt réttlæti að þolendur fái stuðning, aðstoð og úrlausn mála og vinna þarf mun betur að því að afleiðingarnar séu ekki heilsu- og tekjutap. Staðreyndin er hins vegar sú að ofbeldi og áreitni verður aldrei útrýmt nema við förum að beina sjónum okkar að gerendum. Lykillinn að lausninni felst ekki eingöngu í því að gera betur fyrir þolendur, heldur að tryggja að gerendur hætti að beita ofbeldi. Á vinnustöðum eru það atvinnurekendur sem bera ábyrgð á því. Höfundur er lögfræðingur hjá BSRB.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun