Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um tölfræði um tekjur fólks eftir þjóðerni sem var birt á vef Alþingis í gær.
Tilfærslurnar sem tekið er tillit til í þeim gögnum sem fjármálaráðherra birtir eru vaxtabætur, barnabætur, atvinnuleysisbætur, húsnæðisbætur, greiðslur frá Tryggingastofnun svo sem ellilífeyrir og félagslegur stuðningur. Á grafi sem ráðuneytið birti eru meðaltilfærslur sýndar eftir ríkisfangi og aldri.

Þar sést að fólk með evrópskt ríkisfang fær talsvert minni bætur en fólk með íslenskt en þar á milli er fólk með annað ríkisfang.
Í svarinu kemur einnig fram að ráðstöfunartekjur og eignir fólks með íslenskt ríkisfang eru umtalsvert hærri en hjá öðrum hópum sem og skuldir og hrein eign.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið býr yfir gögnum úr álagningarskrá Skattsins fyrir alla framteljendur landsins frá árinu 2004. Þessar skrár hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um eignir og skuldir einstaklinga ásamt tilkteknum skattgreiðslum.
Í skránni eru ýmsar bakgrunnsbreytur, þar á meðal eru upplýsingar um ríkisfang. Ráðuneytið býr þannig yfir upplýsingum um tekjur, eignir, skuldir og tilteknar skattgreiðslur eftir ríkisfangi.
Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið leiðrétt.