„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Nenad Sostaric er hundfúll yfir fyrirkomulaginu á EM U18-landsliða karla. EPA/Zsolt Czegledi „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22. Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22.
Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira