Valsmenn kaupa Svía og kalla Orra Hrafn til baka úr láni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:27 Albin Skoglund er þegar orðinn löglegur með Valsmönnum en hann spilar nú í fyrsta sinn utan Svíþjóðar. Valur Valsmenn hafa styrkt sig fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta og keypt sænskan sóknarmann sem nýr þjálfari Valsliðsins þekkir vel til. Valur hefur einnig kallað miðjumanninn Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki. Áður höfðu Valsmenn misst tvo sóknarmenn en Adam Ægir Pálsson fór á láni til Perugia og Guðmundur Andri Tryggvason fór til KR. Valur kaupir hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með Valsmönnum. Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir hundrað leiki í næstefstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki. Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu. Þekkir Albin vel „Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörkuleikmaður,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, í fréttatilkynningu frá Val. „Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa. Gaman að spila með Gylfa Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val. „Valur er með hörkuleikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund. Valsmenn mæta Blikum í Bestu deildinni á fimmtudagskvöldið. Besta deild karla Valur Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Valur hefur einnig kallað miðjumanninn Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki. Áður höfðu Valsmenn misst tvo sóknarmenn en Adam Ægir Pálsson fór á láni til Perugia og Guðmundur Andri Tryggvason fór til KR. Valur kaupir hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með Valsmönnum. Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir hundrað leiki í næstefstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki. Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu. Þekkir Albin vel „Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörkuleikmaður,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, í fréttatilkynningu frá Val. „Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa. Gaman að spila með Gylfa Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val. „Valur er með hörkuleikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund. Valsmenn mæta Blikum í Bestu deildinni á fimmtudagskvöldið.
Besta deild karla Valur Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira