Valsmenn kaupa Svía og kalla Orra Hrafn til baka úr láni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:27 Albin Skoglund er þegar orðinn löglegur með Valsmönnum en hann spilar nú í fyrsta sinn utan Svíþjóðar. Valur Valsmenn hafa styrkt sig fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta og keypt sænskan sóknarmann sem nýr þjálfari Valsliðsins þekkir vel til. Valur hefur einnig kallað miðjumanninn Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki. Áður höfðu Valsmenn misst tvo sóknarmenn en Adam Ægir Pálsson fór á láni til Perugia og Guðmundur Andri Tryggvason fór til KR. Valur kaupir hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með Valsmönnum. Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir hundrað leiki í næstefstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki. Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu. Þekkir Albin vel „Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörkuleikmaður,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, í fréttatilkynningu frá Val. „Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa. Gaman að spila með Gylfa Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val. „Valur er með hörkuleikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund. Valsmenn mæta Blikum í Bestu deildinni á fimmtudagskvöldið. Besta deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Valur hefur einnig kallað miðjumanninn Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki. Áður höfðu Valsmenn misst tvo sóknarmenn en Adam Ægir Pálsson fór á láni til Perugia og Guðmundur Andri Tryggvason fór til KR. Valur kaupir hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með Valsmönnum. Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir hundrað leiki í næstefstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki. Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu. Þekkir Albin vel „Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörkuleikmaður,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, í fréttatilkynningu frá Val. „Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa. Gaman að spila með Gylfa Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val. „Valur er með hörkuleikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund. Valsmenn mæta Blikum í Bestu deildinni á fimmtudagskvöldið.
Besta deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira