„Fullorðna fólk, grow up!“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. ágúst 2024 10:24 Páll Óskar og Antonio giftu sig í mars síðastliðnum. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“ Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“
Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira