Fjölbreytni þrífst best í frjálsu samfélagi Bjarni Benediktsson skrifar 10. ágúst 2024 09:00 Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Evrópusamtök hinsegin fólks birtu í vor svokallað Regnbogakort yfir ríki Evrópu, þar sem Ísland er í 2. sæti og hefur farið upp um sextán sæti síðan 2018. Þetta er árangur sem við getum verði stolt af. Hinsegin dagar eru árvisst tilefni til að fagna framförunum, en rifja á sama tíma upp að þær eru ekki sjálfsagðar. Árangurinn er fyrst og fremst fenginn með kröftugri baráttu fólks og félagasamtaka úti í samfélaginu, en sömuleiðis stjórnmálafólki sem þorði að taka skrefin. Í frjálsu og opnu samfélagi hefur fólk frelsi til að tjá sig án ótta við ofsóknir. Slíkt umhverfi er eftirsóknarvert, skapar samheldni og virkjar fólk til þátttöku. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri. Þannig verða lífskjörin betri fyrir alla. Við höfum á síðustu árum beitt okkur af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Ísland var meðal fyrstu ríkja innan Sameinuðu þjóðanna til að leggja þau fram sem sérstakt áherslumál á vettvangi mannréttindaráðsins. Málefni hinsegin fólks voru sömuleiðis lykilatriði í formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Sagan hefur enda kennt okkur að það sem fengist hefur getur horfið hratt sé það ekki varðveitt. Sums staðar hefur lítið fengist yfir höfuð. Í Úganda, þróunarsamvinnuríki Íslands, voru nýverið sett lög sem leggja hörð viðurlög við samkynhneigð. Veruleiki sem virðist flestum fjarstæðukenndur hér heima. Slík þróun sýnir svo ekki verður um villst þörfina á að leggja okkar af mörkum við að vinna sjálfsögðum mannréttindum stuðning. Við þekkjum það allt of vel úr ráðstjórnarríkjum hvernig stjórnmálamenn úr þekktum áttum vilja ekki aðeins skammta fólki eigur og veraldleg gæði, heldur mannréttindin sömuleiðis. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að fjölbreytnin þrífst best þar sem sjálfstæði og frelsi einstaklingsins er í öndvegi. Gleðigangan er viðburður sem sannarlega gefur sumrinu lit. Til hamingju með daginn! Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Evrópusamtök hinsegin fólks birtu í vor svokallað Regnbogakort yfir ríki Evrópu, þar sem Ísland er í 2. sæti og hefur farið upp um sextán sæti síðan 2018. Þetta er árangur sem við getum verði stolt af. Hinsegin dagar eru árvisst tilefni til að fagna framförunum, en rifja á sama tíma upp að þær eru ekki sjálfsagðar. Árangurinn er fyrst og fremst fenginn með kröftugri baráttu fólks og félagasamtaka úti í samfélaginu, en sömuleiðis stjórnmálafólki sem þorði að taka skrefin. Í frjálsu og opnu samfélagi hefur fólk frelsi til að tjá sig án ótta við ofsóknir. Slíkt umhverfi er eftirsóknarvert, skapar samheldni og virkjar fólk til þátttöku. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri. Þannig verða lífskjörin betri fyrir alla. Við höfum á síðustu árum beitt okkur af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Ísland var meðal fyrstu ríkja innan Sameinuðu þjóðanna til að leggja þau fram sem sérstakt áherslumál á vettvangi mannréttindaráðsins. Málefni hinsegin fólks voru sömuleiðis lykilatriði í formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Sagan hefur enda kennt okkur að það sem fengist hefur getur horfið hratt sé það ekki varðveitt. Sums staðar hefur lítið fengist yfir höfuð. Í Úganda, þróunarsamvinnuríki Íslands, voru nýverið sett lög sem leggja hörð viðurlög við samkynhneigð. Veruleiki sem virðist flestum fjarstæðukenndur hér heima. Slík þróun sýnir svo ekki verður um villst þörfina á að leggja okkar af mörkum við að vinna sjálfsögðum mannréttindum stuðning. Við þekkjum það allt of vel úr ráðstjórnarríkjum hvernig stjórnmálamenn úr þekktum áttum vilja ekki aðeins skammta fólki eigur og veraldleg gæði, heldur mannréttindin sömuleiðis. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að fjölbreytnin þrífst best þar sem sjálfstæði og frelsi einstaklingsins er í öndvegi. Gleðigangan er viðburður sem sannarlega gefur sumrinu lit. Til hamingju með daginn! Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun