Af hverju eru Bandaríkjamenn svona lélegir í boðhlaupi? Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:00 Christian Coleman reynir af veikum mætti að rétta Kenneth Bednarek keflið í hlaupinu í gær. vísir/Getty Enn eina Ólympíuleikana komst karlaboðhlaupssveit Bandaríkjanna ekki á verðlaunapall í 4x100 metra boðhlaupi eftir að liðið var dæmt úr leik í úrslitum í gær. Tuttugu ár eru liðin síðan Bandaríkin unnu síðast til verðlauna í greininni. Bandaríkin hafa undanfarin ár átt marga af sterkustu hlaupurum heims en þeim hefur engu að síður mistekist trekk í trekk að vinna til verðlauna í 4 x 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Liðið þótti sigurstranglegt í ár, jafnvel þó svo að Noah Lyles hafi þurft að draga sig úr keppni vegna covid smits. En liðið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skiptin hjá Christian Coleman og Kenny Bednarek voru algjörlega misheppnuð og þegar Bednarek komst loks af stað kom í ljós að skiptin voru ólögleg og liðið var dæmt úr keppni. Ótrúleg hrakfallasaga og misheppnuð skipti trekk í trekk Bandaríska liðið vann greinina árið 2000 en síðustu verðlaun liðsins komu í hús í 2004 þegar liðið endaði í öðru sæti eftir misheppnuð skipti sem kostuðu liðið sigurinn. 2008 missti liðið keflið og komst ekki upp úr undanriðli. 2012 náði liðið öðru sæti á eftir Jamaíku en var síðan dæmt úr leik vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay. 2016 var liðið dæmt úr leik í úrslitum eftir misheppnuð skipti og árið 2021 náði liðið ekki í úrslit, enn á ný eftir misheppnuð skipti. Misheppnuð skipti eru eins og rauður þráður í þessari upptalningu. Það er engu líkara en hlaupararnir kunni einfaldlega ekki að rétta keflið á milli. Carl Lewis, sem vann níu sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, er ekki sáttur við þjálfun liðsins og hefur kallað eftir því að kerfið verði sprengt upp og vandar þjálfurum liðsins ekki kveðjurnar. It is time to blow up the system. This continues to be completely unacceptable. It is clear that EVERYONE at @usatf is more concerned with relationships than winning. No athlete should step on the track and run another relay until this program is changed from top to bottom. https://t.co/Re6THj8QTm— Carl Lewis (@Carl_Lewis) August 9, 2024 Það er þó vert að halda því til haga að þetta sama þjálfarateymi stýrði kvennaliði Bandaríkjanna til sigurs í sömu grein en kvennasveitin hefur alls unnið gullið tólf sinnum og virðist hreinlega bara vera mun betur samstillt en karlasveitin. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Bandaríkin hafa undanfarin ár átt marga af sterkustu hlaupurum heims en þeim hefur engu að síður mistekist trekk í trekk að vinna til verðlauna í 4 x 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Liðið þótti sigurstranglegt í ár, jafnvel þó svo að Noah Lyles hafi þurft að draga sig úr keppni vegna covid smits. En liðið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skiptin hjá Christian Coleman og Kenny Bednarek voru algjörlega misheppnuð og þegar Bednarek komst loks af stað kom í ljós að skiptin voru ólögleg og liðið var dæmt úr keppni. Ótrúleg hrakfallasaga og misheppnuð skipti trekk í trekk Bandaríska liðið vann greinina árið 2000 en síðustu verðlaun liðsins komu í hús í 2004 þegar liðið endaði í öðru sæti eftir misheppnuð skipti sem kostuðu liðið sigurinn. 2008 missti liðið keflið og komst ekki upp úr undanriðli. 2012 náði liðið öðru sæti á eftir Jamaíku en var síðan dæmt úr leik vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay. 2016 var liðið dæmt úr leik í úrslitum eftir misheppnuð skipti og árið 2021 náði liðið ekki í úrslit, enn á ný eftir misheppnuð skipti. Misheppnuð skipti eru eins og rauður þráður í þessari upptalningu. Það er engu líkara en hlaupararnir kunni einfaldlega ekki að rétta keflið á milli. Carl Lewis, sem vann níu sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, er ekki sáttur við þjálfun liðsins og hefur kallað eftir því að kerfið verði sprengt upp og vandar þjálfurum liðsins ekki kveðjurnar. It is time to blow up the system. This continues to be completely unacceptable. It is clear that EVERYONE at @usatf is more concerned with relationships than winning. No athlete should step on the track and run another relay until this program is changed from top to bottom. https://t.co/Re6THj8QTm— Carl Lewis (@Carl_Lewis) August 9, 2024 Það er þó vert að halda því til haga að þetta sama þjálfarateymi stýrði kvennaliði Bandaríkjanna til sigurs í sömu grein en kvennasveitin hefur alls unnið gullið tólf sinnum og virðist hreinlega bara vera mun betur samstillt en karlasveitin.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira