Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Tannlæknarnir Ákos Dávid Mirk (t.v.) og Balazs Szendrei (t.h.) eru tveir fjögurra eigenda nýju tannlæknastofunnar sem verður opnuð í Ármúla 26 í næsta mánuði. Aðsend Fyrirtæki sem hefur staðið fyrir ferðum með Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands ætlar að opna stofu á Íslandi í næsta mánuði. Ætlunin er að bjóða upp á lægra verð en tíðkast á Íslandi. Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir. Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir.
Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira