Þórir með norska liðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 22:09 Norska liðið fagnar sæti í úrslitaleiknum. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna eftir öruggan sigur á Dönum. Þórir Hergeirsson er því á leið í sinn annan úrslitaleik á Ólympíuleikum sem þjálfari liðsins. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi lengi vel í fyrri hálfleik. Norðmenn komust í 4-1 í upphafi en Danir jöfnuðu í 4-4 og leikurinn var í járnum allt þar til norska liðið breytti stöðunni úr 8-8 í 11-8 með því að skora þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks. Þær héldu síðan áfram í þeim síðari. Eftir níu mínútna leik var munurinn orðinn sex mörk og það er munur sem þetta frábæra norska lið missir ekki svo auðveldlega frá sér. Munurinn varð mestur sjö mörk í stöðunni 20-13 og eftirleikurinn nokkuð auðveldur fyrir Noreg. Lokatölur 25-21 og norska liðið því komið í úrslitaleik Ólympíuleikanna í fyrsta sinn síðan í London árið 2012 en liðið hefur unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur leikum. Þórir Hergeirsson getur þar með unnið sitt annað Ólympíugull á laugardag en hann stýrði Noregi til sigurs árið 2012 í London. Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu í kvöld með fjögur mörk en alls skoruðu ellefu leikmenn Noregs í leiknum. Katrine Lunde varði 37% þeirra skota sem hún fékk á sig en hún hefur verið frábær á mótinu. Norðmenn mæta Frökkum í úrslitaleik á laugardag en Danir berjast við frændur sína Svía um bronsið. Ólympíuleikar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi lengi vel í fyrri hálfleik. Norðmenn komust í 4-1 í upphafi en Danir jöfnuðu í 4-4 og leikurinn var í járnum allt þar til norska liðið breytti stöðunni úr 8-8 í 11-8 með því að skora þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks. Þær héldu síðan áfram í þeim síðari. Eftir níu mínútna leik var munurinn orðinn sex mörk og það er munur sem þetta frábæra norska lið missir ekki svo auðveldlega frá sér. Munurinn varð mestur sjö mörk í stöðunni 20-13 og eftirleikurinn nokkuð auðveldur fyrir Noreg. Lokatölur 25-21 og norska liðið því komið í úrslitaleik Ólympíuleikanna í fyrsta sinn síðan í London árið 2012 en liðið hefur unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur leikum. Þórir Hergeirsson getur þar með unnið sitt annað Ólympíugull á laugardag en hann stýrði Noregi til sigurs árið 2012 í London. Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu í kvöld með fjögur mörk en alls skoruðu ellefu leikmenn Noregs í leiknum. Katrine Lunde varði 37% þeirra skota sem hún fékk á sig en hún hefur verið frábær á mótinu. Norðmenn mæta Frökkum í úrslitaleik á laugardag en Danir berjast við frændur sína Svía um bronsið.
Ólympíuleikar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira