„Við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2024 20:44 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, neyðist til að fara erfiðu leiðina því lið hans hefur ekki enn unnið heimaleik í Evrópukeppni í sumar. vísir / pawel „Þetta er búið að vera sagan okkar í heimaleikjum í Evrópukeppnum, búnir að sjá mikið af boltanum en það er refsað fyrir hver einustu mistök og okkur var refsað illilega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira