Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Hólmgeir Karlsson skrifar 8. ágúst 2024 19:00 Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Matur Verðlag Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun