Rán um hábjartan dag Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 8. ágúst 2024 14:30 Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Akureyri Verðlag Neytendur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun