Leysum innviðakrísuna - losum okkur við ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. ágúst 2024 17:01 Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun