Nýrnaveiki staðfest í sjókví í Arnarfirði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 15:43 Mynd úr safni af sjókvíum í Patreksfirði. Einar Árnason Nýrnaveiki hefur greinst í löxum í sjókví Arnarlax í Arnarfirði. Dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST segir smitið hafa borist í kvína úr villtum löxum, en þar sé nýrnaveiki útbreidd. Svona smit geti skilað sér í aðeins meiri afföllum en hafi engin alvarleg áhrif. „Já það er alltaf smá barátta hjá sjókvíaeldinu að halda villta fisknum frá kvíunum, en það getur verið erfitt. Það fer ofboðslegur tími og fjármagn frá eldisstöðvunum í þetta, til að halda veikinni frá kvíunum,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdjóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að svona smit sé ekkert óeðlilegt, og komi ekki til með að hafa teljandi áhrif. Löxunum verði slátrað með eðlilegum hætti þegar að því kemur og ný seiði sett í kvíarnar, sem verða þá laus við sýkinguna. Nýrnaveikin alræmd í villta laxinum Gísli segir að nýrnaveiki sé útbreidd í villta laxastofninum á Íslandi. Hann tekur um það bil 700 sýni hvert haust úr villtum laxi, og það er alltaf „slatti af jákvæðum fiski.“ Laxarnir sýni þó engin einkenni. „Við sjáum aldrei nein klínísk einkenni í villtum fiski, en þessir fiskar eru að bera með sér smitið. Þetta er bara eins og flensa hjá okkur,“ segir Gísli. Komi til með að hafa lítil áhrif Gísli segir að þegar svona smit komi upp í sjókvíum, geti það veikt fiskinn og gert hann veikburðari og opnari fyrir öðrum sýkingum. Það sé aldrei af hinu góða að fá svona sýkingu. „En fiskarnir eru ekkert veikir eða neitt, og þeim verður slátrað með eðlilegum hætti. Þetta skilar sér kannski í aðeins meiri afföllum með tíð og tíma, en mun ekki hafa teljanleg áhrif,“ segir Gísli. Þegar svona smit komi upp sé gripið til varúðarráðstafana, passað sé upp á það að bátar fari ekki milli svæða og annað slíkt. Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
„Já það er alltaf smá barátta hjá sjókvíaeldinu að halda villta fisknum frá kvíunum, en það getur verið erfitt. Það fer ofboðslegur tími og fjármagn frá eldisstöðvunum í þetta, til að halda veikinni frá kvíunum,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdjóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að svona smit sé ekkert óeðlilegt, og komi ekki til með að hafa teljandi áhrif. Löxunum verði slátrað með eðlilegum hætti þegar að því kemur og ný seiði sett í kvíarnar, sem verða þá laus við sýkinguna. Nýrnaveikin alræmd í villta laxinum Gísli segir að nýrnaveiki sé útbreidd í villta laxastofninum á Íslandi. Hann tekur um það bil 700 sýni hvert haust úr villtum laxi, og það er alltaf „slatti af jákvæðum fiski.“ Laxarnir sýni þó engin einkenni. „Við sjáum aldrei nein klínísk einkenni í villtum fiski, en þessir fiskar eru að bera með sér smitið. Þetta er bara eins og flensa hjá okkur,“ segir Gísli. Komi til með að hafa lítil áhrif Gísli segir að þegar svona smit komi upp í sjókvíum, geti það veikt fiskinn og gert hann veikburðari og opnari fyrir öðrum sýkingum. Það sé aldrei af hinu góða að fá svona sýkingu. „En fiskarnir eru ekkert veikir eða neitt, og þeim verður slátrað með eðlilegum hætti. Þetta skilar sér kannski í aðeins meiri afföllum með tíð og tíma, en mun ekki hafa teljanleg áhrif,“ segir Gísli. Þegar svona smit komi upp sé gripið til varúðarráðstafana, passað sé upp á það að bátar fari ekki milli svæða og annað slíkt.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira