Valdimar Þór: Það er kominn tími á að vinna heima Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 21:43 Valdimar Þór Ingimundarson gat leyft sér að fagna í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk og tryggði Víking sigurinn gegn FH. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann FH 2-3 á útivelli í Kaplakrika fyrr í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir voru undir þegar Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem skópu tvö mörk til að tryggja sigurinn. Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti