Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 21:39 Forsvarsmenn Google gætu verið þvingaðir til að gera miklar breytingar á Android-stýrikerfinu. AP/Peter Morgan Google braut margvísleg samkeppnislög sem girða fyrir einokun á markaði og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta er niðurstaða dómara í Washington í máli sem samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum höfðuðu gegn Google. Málið er umfangsmesta samkeppnismál sem komið hefur inn á borð dómstóla í áratugi, eða síðan mál var höfðað gegn Microsoft í lok tíunda áratugarins. Málið hefur velkst um innan dómskerfisins frá árinu 2020 en í kjölfarið voru mál höfðuð gegn sambærilegum tæknirisum á borð við Meta, Amazon og Apple. Í niðurstöðukafla dómsins kemst dómari að þeirri niðurstöðu að hegðun Google á markaði líkist einokun. Fyrirtækið hafi beitt öllum brögðum til þess að hindra heilbrigða samkeppni og notfært sér markaðsráðandi stöðu ítrekað gegn minni aðilum á markaði, leitarvélum á borð við Bing. Mörgum milljörðum dala hafi verið eytt í samninga við Apple og Samsung í því skyni að Google væri aðal-leitarvélin í tækjum þessara tæknifyrirtækja. Að sögn saksóknara hafi Google um 90 prósent markaðshlutdeild á þessum markaði. Í tilkynningu frá Kent Walker talsmanni Google, eftir að dómur féll, segir hann að dómnum verði áfrýjað. Dómari hafi komist að þeirri niðurstöðu að Google væri öflugasta leitarvélin, en að fyrirtækið „megi ekki gera hana aðgengilega“. Í dómnum er ekki tekið fram hversu mikið Google verði gert að greiða vegna brotanna, og því enn óvíst hvaða afleiðingar brotin hafi á framtíð fyrirtækisins og markaðsráðandi stöðu. Bandaríkin Samkeppnismál Tækni Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Málið er umfangsmesta samkeppnismál sem komið hefur inn á borð dómstóla í áratugi, eða síðan mál var höfðað gegn Microsoft í lok tíunda áratugarins. Málið hefur velkst um innan dómskerfisins frá árinu 2020 en í kjölfarið voru mál höfðuð gegn sambærilegum tæknirisum á borð við Meta, Amazon og Apple. Í niðurstöðukafla dómsins kemst dómari að þeirri niðurstöðu að hegðun Google á markaði líkist einokun. Fyrirtækið hafi beitt öllum brögðum til þess að hindra heilbrigða samkeppni og notfært sér markaðsráðandi stöðu ítrekað gegn minni aðilum á markaði, leitarvélum á borð við Bing. Mörgum milljörðum dala hafi verið eytt í samninga við Apple og Samsung í því skyni að Google væri aðal-leitarvélin í tækjum þessara tæknifyrirtækja. Að sögn saksóknara hafi Google um 90 prósent markaðshlutdeild á þessum markaði. Í tilkynningu frá Kent Walker talsmanni Google, eftir að dómur féll, segir hann að dómnum verði áfrýjað. Dómari hafi komist að þeirri niðurstöðu að Google væri öflugasta leitarvélin, en að fyrirtækið „megi ekki gera hana aðgengilega“. Í dómnum er ekki tekið fram hversu mikið Google verði gert að greiða vegna brotanna, og því enn óvíst hvaða afleiðingar brotin hafi á framtíð fyrirtækisins og markaðsráðandi stöðu.
Bandaríkin Samkeppnismál Tækni Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira