Frakkar í úrslit eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2024 21:45 Jean-Philippe Mateta fagnar öðru marki sínu með þjálfara franska liðsins, Thierry Henry. Claudio Villa/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í framlengdum leik. Frakkar voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins, en það voru þó Egyptar sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Mahmoud Saber egypska liðinu á 62. mínútu og Frakkar því með bakið upp við vegg. Eftir látlausa sókn franska liðsins jafnaði Jean-Philippe Mateta hins vegar metin fyrir Frakka á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise og því stefndi allt í framlengingu. 83'—Olise ➡️ MatetaFrance level it late to keep their Olympics dream alive 😤 pic.twitter.com/pjtZNxXNU8— B/R Football (@brfootball) August 5, 2024 Franska liðið vildi fá vítaspyrnu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar varnarmaður Egypta handlék knöttinn innan vítateigs, en eftir langa skoðun myndbandsdómara var ekkert dæmt og því var enn jafnt þegar uppbótartímanum lauk. Egyptar komu sér svo í vandræði strax í upphafi framlengingarinnar. Aðeins einni og hálfri mínútu eftir að framlengingin hófst nældi Omar Fayed sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Egypska liðið þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Franska liðið nýtti sér liðsmuninn og Jean--Philippe Mateta var aftur á ferðinni þegar hann kom Frökkum í forystu á 99. mínútu áður en Michael Olise bætti þriðja marki liðsins við á 108. mínútu. Manni færri náðu Egyptar ekki að snúa genginu við og niðurstaðan varð 3-1 sigur Frakka sem eru á leið í úrslit þar sem þeir mæta Spánverjum. Egyptar munu hins vegar leika um bronsið þar sem mótherji þeirra verður Marokkó. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Frakkar voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins, en það voru þó Egyptar sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Mahmoud Saber egypska liðinu á 62. mínútu og Frakkar því með bakið upp við vegg. Eftir látlausa sókn franska liðsins jafnaði Jean-Philippe Mateta hins vegar metin fyrir Frakka á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise og því stefndi allt í framlengingu. 83'—Olise ➡️ MatetaFrance level it late to keep their Olympics dream alive 😤 pic.twitter.com/pjtZNxXNU8— B/R Football (@brfootball) August 5, 2024 Franska liðið vildi fá vítaspyrnu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar varnarmaður Egypta handlék knöttinn innan vítateigs, en eftir langa skoðun myndbandsdómara var ekkert dæmt og því var enn jafnt þegar uppbótartímanum lauk. Egyptar komu sér svo í vandræði strax í upphafi framlengingarinnar. Aðeins einni og hálfri mínútu eftir að framlengingin hófst nældi Omar Fayed sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Egypska liðið þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Franska liðið nýtti sér liðsmuninn og Jean--Philippe Mateta var aftur á ferðinni þegar hann kom Frökkum í forystu á 99. mínútu áður en Michael Olise bætti þriðja marki liðsins við á 108. mínútu. Manni færri náðu Egyptar ekki að snúa genginu við og niðurstaðan varð 3-1 sigur Frakka sem eru á leið í úrslit þar sem þeir mæta Spánverjum. Egyptar munu hins vegar leika um bronsið þar sem mótherji þeirra verður Marokkó.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira