Starbucks kemur til Íslands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 11:54 Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heims. Getty Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Í morgun sendi íslenskur listamaður að nafni Oddur Eysteinn Friðriksson frá sér frétt um að Starbucks-kaffihús myndi innan tíðar opna á Íslandi væri hluti af gjörningi á hans vegum en það reyndist ekki vera rétt. Samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad staðfestir í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send frá félaginu. Í tilkynningunni segist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi. „Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni. Áður hrekkt fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Oddur Eysteinn tekur upp á slíku. Árið 2010 kærði forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hann fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Árið 2020 stofnaði hann vefsíðuna MOM Air sem gerði sig út fyrir að vera nýtt íslenskt flugfélag. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókana og á einum tímapunkti barst honum tilboð um kaup á flugvélaflota. Oddur vakti einnig mikla athygli á síðasta ári þegar hann birti skálda afsökunarbeiðni í nafni Samherja sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands. Samherji höfðaði mál á hendur honum í kjölfarið. Matur Veitingastaðir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Í morgun sendi íslenskur listamaður að nafni Oddur Eysteinn Friðriksson frá sér frétt um að Starbucks-kaffihús myndi innan tíðar opna á Íslandi væri hluti af gjörningi á hans vegum en það reyndist ekki vera rétt. Samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad staðfestir í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send frá félaginu. Í tilkynningunni segist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi. „Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni. Áður hrekkt fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Oddur Eysteinn tekur upp á slíku. Árið 2010 kærði forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hann fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Árið 2020 stofnaði hann vefsíðuna MOM Air sem gerði sig út fyrir að vera nýtt íslenskt flugfélag. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókana og á einum tímapunkti barst honum tilboð um kaup á flugvélaflota. Oddur vakti einnig mikla athygli á síðasta ári þegar hann birti skálda afsökunarbeiðni í nafni Samherja sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands. Samherji höfðaði mál á hendur honum í kjölfarið.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira