Túfa er mættur á Hlíðarenda: „Kasta ekki inn hvíta handklæðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 15:30 Srdjan Tufegdzic (Túfa) var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta eftir að Arnari Grétarssyni hafði verið sagt upp störfum skömmu eftir tap Vals gegn skoska liðinu St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í gærkvöldi Vísir/Ívar Eftir tap gegn skoska liðinu St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í gær greindi stjórn knattspyrnudeildar Vals frá því að þjálfara liðsins, Arnari Grétarssyni, hefði verið sagt upp störfum. Inn í hans stað hefur Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, verið ráðinn sem þjálfari Vals. Vendingar sem marka endurkomu hans til Vals. Í yfirlýsingu Vals frá því í gærkvöldi, þar sem greint er frá því að Arnari Grétarssyni hafi verið sagt upp störfum og að Srdjan hafi verið ráðinn inn, lætur Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals hafa það eftir sér að ákvörðun stjórnar byggist ekki á úrslitum einstakra leikja. Það sé einfaldlega mat stjórnar knattspyrnudeildar Vals að liðið hafi ekki verið á réttri leið undir stjórn Arnars. Túfa er mættur til starfa á Hlíðarenda og klár í verkefnið framundan með Valsliðið sem mikið hefur verið lagt í. „Valur snýst um stolt. Það er mikill heiður fyrir mig að fá traustið og þetta tækifæri. Að verða aðalþjálfari Vals og bera Valsmerkið,“ segir Túfa. „Ég hef áður verið á mála hjá félaginu í tvö frábær ár og er þakklátur fyrir þetta tækifæri. Þetta er mikill heiður. Ég hlakka til. “ Klippa: Túfa hefur enn trú á að Valur geti orðið Íslandsmeistari Aðdragandinn mjög stuttur Aðdragandinn að þessu. Er hann langur? „Nei mjög stuttur. Þegar að Börkur og stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið að skipta um þjálfara og haft var samband við mig og mér boðið starfið gat ég aldrei sagt nei við því. Minn karakter bauð ekki upp á það. Þetta er frábært félag með mikinn metnað. Það er mikil þekking sem býr hérna í félaginu og ég þekki það vel. Þá hefur liðið yfir að skipa frábærum leikmannahópi.“ Gylfi Þór Sigurðsson er án nokkurs vafa skærasta stjarna ValsliðsinsVísir/Diego Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag herma heimildir að stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið fyrir leik gærkvöldsins við St. Mirren í Skotlandi að skipta um þjálfara. Þessi samtöl við Börk og stjórnarmenn Vals. Eiga þau sér stað fyrir leik liðsins gegn St. Mirren í gær? „Áður en þeir tala við mig eru þeir búnir að taka ákvörðun um að skipta um þjálfara,“ svarar Túfa. „Þegar að ég er spurður að því hvort ég sé tilbúinn í að taka við þjálfun liðsins þá var aldrei í boði fyrir mig að segja nei. Ég hef mikla trú á leikmannahópnum hér. Þá þekki ég líka aðstæður hér frá fyrri tíð. Þekki stjórnina og hvernig félagið virkar. Metnaður, þekking og reynsla. Allt þetta mun nýtast mér í framhaldinu.“ Horfir fram veginn Eins og tæpt var á hér fyrr í greininni var það mat stjórnar knattspyrnudeildar Vals að liðið hafi ekki verið á réttri leið undir stjórn Arnars. Hvað þarft þú að gera til þess að breyta stefnunni hjá Valsliðinu? „Þú ert alltaf á ákveðinni vegferð í fótboltanum. Á vegferðinni eru hæðir og lægðir. Akkúrat núna þurfum við bara að koma okkur aftur á rétta braut. Það eru erfiðir tímar að baki, vond úrslit eins og á móti Fram á dögunum sem og úti í Skotlandi í gær.“ Valsmenn í Skotlandi í gærVísir/Getty „Ég vil ekki horfa til baka, vil ekki ræða fortíðina. Eina sem skiptir mig máli er næsti dagur, næsta æfing og næsti leikur okkar fyrir norðan gegn flottu liði KA. Við ætlum að taka þetta skref fyrir skref. Ég er með ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég vil koma inn í þetta. Ég hef ekki langan tíma fram að næsta leik og það er stutt á milli leikja. Staðan hér hjá Val er ekki þannig að hér sé allt í klessu. Liðið hér hefur gengið í gegnum góða tíma líka undir stjórn Arnars og þjálfarateymisins, líka þegar að við Heimir Guðjónsson störfuðum hér sem og fyrir þann tíma. Í rauninni þurfa bara að koma inn nýjar hugmyndir líkt og gerist með svona þjálfarabreytingum. Koma inn með jákvæða orku og koma liðinu aftur á rétta braut. Ég er með ákveðnar hugmyndir sem ég ætla mér að koma inn í félagið. Hugmyndir sem teygja sig alveg niður í grunninn í yngri flokka starfinu og alveg upp í meistaraflokki. Það er margt sem getur nýst okkur sem ég hef lært frá tíma mínum í Svíþjóð.“ Kastar ekki inn hvíta handklæðinu Liðið er í þriðja sæti Bestu deildarinnar sem stendur og töluvert bil í topplið Víkings Reykjavíkur. Valur á enn sjö leiki eftir í hinni hefðbundnu deildarkeppni og svo tekur úrslitakeppnin við. Hverju viltu ná fram það sem eftir lifir tímabils? „Það er nóg af leikjum eftir, þrír mánuðir eftir af þessu tímabili. Það er hvorki í mínum karakter eða karakter félagsins að henda inn hvíta handklæðinu. Staðan er þannig að við erum úr leik í bikar- og Evrópukeppni. Það er hins vegar nóg af leikjum eftir í deildinni og aðalmálið fyrir okkur að mæta strax á næstu æfingu með fulla einbeitingu, gleði og vilja til að halda áfram að vinna leiki og safna stigum.“ Þannig að þú telur enn möguleika á því að Valur geti staðið uppi sem Íslandsmeistari á yfirstandandi tímabili? „Að sjálfsögðu.“ Ekkert frí um helgina Valsmenn eru að koma til baka hver af öðrum hingað til lands frá Skotlandi eftir seinni leik sinn gegn St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gærkvöldi. Fram undan er verslunarmannahelgi en ekkert frí. „Það er bara farið strax að vinna. Þú sérð að ég er mættur hingað snemma í dag til þess að hefja vinnuna. Fótboltinn hér er þannig að okkar frí kemur í desember. Núna eigum við mikið verk fyrir höndum. Ég legg mikið upp úr vinnusemi. Að við, allir sem einn, leggjum á okkur mikla vinnu. Þetta byrjar hjá mér smitast yfir í leikmannahópinn og þjálfarateymið. Ég hef mikla trú á liðsheildinni. Hún verður góð ef menn vinna saman, leggja hart að sér og hafa gaman að því sem að þeir eru að gera.“ Fyrsti leikur sérstakur Fyrsti leikur Vals undir stjórn Túfa er gegn félagi sem á stóran stað í hjarta hans, KA. Srdjan Tufegdzic var á sínum tíma þjálfari KA.vísir/eyþór Það er stundum eins og svona sögulínur séu skrifaðar í skýin í fótboltaheiminum. Þú ert Valsari en ég þykist einnig vita að þú sér mikill KA-maður. Það verður væntanlega sérstakt fyrir því að stýra vel í fyrsta leik gegn KA á Akureyri? „Þetta er vel orðað hjá þér. Ég var hjá KA í um fjórtán ár. Allir vita hvaða þýðingu KA hefur fyrir mig. Svona er fótboltinn og maður hefur ekki allaf alla stjórn á verkefninu fram undan. Ég hlakka til að fara norður og reyna vinna leikinn með mínu liði, Val. Ég veit að fyrir norðan mun ég hitta frábært fólk sem ég þekki þar. Vonandi komum við aftur með sigur í farteskinu til Reykjavíkur.“ Býr að góðri reynslu frá Svíþjóð Undanfarin tvö ár hafði Túfa verið sem þjálfari í næst efstu deild Svíþjóðar. Fyrst hjá Öster og svo hjá Skövde en þar sagði hann upp störfum í síðasta mánuði eftir að hafa upplifað heimþrá og saknað fjölskyldu sinnar hér heima á Íslandi. Hefurðu breyst eða þróast mikið sem þjálfari eftir tíma þinn í Svíþjóð? „Ég reikna með því. Þessi rúmu tvö ár sem ég varði sem þjálfari í Svíþjóð á atvinnumannastigi í atvinnumannadeild hafa hjálpað mér að verða betri þjálfari. Ég tel mig vera á betri stað sem þjálfari í dag heldur en þegar að ég hélt út til Svíþjóðar. Ég er kominn með mikla reynslu og átti frábæra tíma úti. Það er margt sem ég upplifði þar sem mun nýtast mér í þessu verkefni með Val sem og í framtíðinni innan sem utan vallar.“ Spennan væntanlega mikil að snúa aftur í íslenska boltann? „Hundrað prósent. Ég sagði við eiginkonu mína fyrir nokkrum dögum að ég hefði í raun aldrei upplifað að vera í fríi yfir sumartímann þegar að fótboltinn er einhvern veginn á fullu. Það var skrítin tilfinning fyrir mig, og að ég held fyrir alla heima, að hafa mig heima að kvarta yfir hinu og þessu. Yfir þennan tíma reyndi ég að huga að eigin heilsu ásamt því að þjálfa strákana mína aðeins. Þetta var hins vegar kærkomin pása fyrir mig, að fá tíma með fjölskyldunni en ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri að vera kominn fljótt aftur á völlinn. Mættur aftur í Bestu deildina og hlakka til að stýra næstu æfingu.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í yfirlýsingu Vals frá því í gærkvöldi, þar sem greint er frá því að Arnari Grétarssyni hafi verið sagt upp störfum og að Srdjan hafi verið ráðinn inn, lætur Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals hafa það eftir sér að ákvörðun stjórnar byggist ekki á úrslitum einstakra leikja. Það sé einfaldlega mat stjórnar knattspyrnudeildar Vals að liðið hafi ekki verið á réttri leið undir stjórn Arnars. Túfa er mættur til starfa á Hlíðarenda og klár í verkefnið framundan með Valsliðið sem mikið hefur verið lagt í. „Valur snýst um stolt. Það er mikill heiður fyrir mig að fá traustið og þetta tækifæri. Að verða aðalþjálfari Vals og bera Valsmerkið,“ segir Túfa. „Ég hef áður verið á mála hjá félaginu í tvö frábær ár og er þakklátur fyrir þetta tækifæri. Þetta er mikill heiður. Ég hlakka til. “ Klippa: Túfa hefur enn trú á að Valur geti orðið Íslandsmeistari Aðdragandinn mjög stuttur Aðdragandinn að þessu. Er hann langur? „Nei mjög stuttur. Þegar að Börkur og stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið að skipta um þjálfara og haft var samband við mig og mér boðið starfið gat ég aldrei sagt nei við því. Minn karakter bauð ekki upp á það. Þetta er frábært félag með mikinn metnað. Það er mikil þekking sem býr hérna í félaginu og ég þekki það vel. Þá hefur liðið yfir að skipa frábærum leikmannahópi.“ Gylfi Þór Sigurðsson er án nokkurs vafa skærasta stjarna ValsliðsinsVísir/Diego Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag herma heimildir að stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið fyrir leik gærkvöldsins við St. Mirren í Skotlandi að skipta um þjálfara. Þessi samtöl við Börk og stjórnarmenn Vals. Eiga þau sér stað fyrir leik liðsins gegn St. Mirren í gær? „Áður en þeir tala við mig eru þeir búnir að taka ákvörðun um að skipta um þjálfara,“ svarar Túfa. „Þegar að ég er spurður að því hvort ég sé tilbúinn í að taka við þjálfun liðsins þá var aldrei í boði fyrir mig að segja nei. Ég hef mikla trú á leikmannahópnum hér. Þá þekki ég líka aðstæður hér frá fyrri tíð. Þekki stjórnina og hvernig félagið virkar. Metnaður, þekking og reynsla. Allt þetta mun nýtast mér í framhaldinu.“ Horfir fram veginn Eins og tæpt var á hér fyrr í greininni var það mat stjórnar knattspyrnudeildar Vals að liðið hafi ekki verið á réttri leið undir stjórn Arnars. Hvað þarft þú að gera til þess að breyta stefnunni hjá Valsliðinu? „Þú ert alltaf á ákveðinni vegferð í fótboltanum. Á vegferðinni eru hæðir og lægðir. Akkúrat núna þurfum við bara að koma okkur aftur á rétta braut. Það eru erfiðir tímar að baki, vond úrslit eins og á móti Fram á dögunum sem og úti í Skotlandi í gær.“ Valsmenn í Skotlandi í gærVísir/Getty „Ég vil ekki horfa til baka, vil ekki ræða fortíðina. Eina sem skiptir mig máli er næsti dagur, næsta æfing og næsti leikur okkar fyrir norðan gegn flottu liði KA. Við ætlum að taka þetta skref fyrir skref. Ég er með ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég vil koma inn í þetta. Ég hef ekki langan tíma fram að næsta leik og það er stutt á milli leikja. Staðan hér hjá Val er ekki þannig að hér sé allt í klessu. Liðið hér hefur gengið í gegnum góða tíma líka undir stjórn Arnars og þjálfarateymisins, líka þegar að við Heimir Guðjónsson störfuðum hér sem og fyrir þann tíma. Í rauninni þurfa bara að koma inn nýjar hugmyndir líkt og gerist með svona þjálfarabreytingum. Koma inn með jákvæða orku og koma liðinu aftur á rétta braut. Ég er með ákveðnar hugmyndir sem ég ætla mér að koma inn í félagið. Hugmyndir sem teygja sig alveg niður í grunninn í yngri flokka starfinu og alveg upp í meistaraflokki. Það er margt sem getur nýst okkur sem ég hef lært frá tíma mínum í Svíþjóð.“ Kastar ekki inn hvíta handklæðinu Liðið er í þriðja sæti Bestu deildarinnar sem stendur og töluvert bil í topplið Víkings Reykjavíkur. Valur á enn sjö leiki eftir í hinni hefðbundnu deildarkeppni og svo tekur úrslitakeppnin við. Hverju viltu ná fram það sem eftir lifir tímabils? „Það er nóg af leikjum eftir, þrír mánuðir eftir af þessu tímabili. Það er hvorki í mínum karakter eða karakter félagsins að henda inn hvíta handklæðinu. Staðan er þannig að við erum úr leik í bikar- og Evrópukeppni. Það er hins vegar nóg af leikjum eftir í deildinni og aðalmálið fyrir okkur að mæta strax á næstu æfingu með fulla einbeitingu, gleði og vilja til að halda áfram að vinna leiki og safna stigum.“ Þannig að þú telur enn möguleika á því að Valur geti staðið uppi sem Íslandsmeistari á yfirstandandi tímabili? „Að sjálfsögðu.“ Ekkert frí um helgina Valsmenn eru að koma til baka hver af öðrum hingað til lands frá Skotlandi eftir seinni leik sinn gegn St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gærkvöldi. Fram undan er verslunarmannahelgi en ekkert frí. „Það er bara farið strax að vinna. Þú sérð að ég er mættur hingað snemma í dag til þess að hefja vinnuna. Fótboltinn hér er þannig að okkar frí kemur í desember. Núna eigum við mikið verk fyrir höndum. Ég legg mikið upp úr vinnusemi. Að við, allir sem einn, leggjum á okkur mikla vinnu. Þetta byrjar hjá mér smitast yfir í leikmannahópinn og þjálfarateymið. Ég hef mikla trú á liðsheildinni. Hún verður góð ef menn vinna saman, leggja hart að sér og hafa gaman að því sem að þeir eru að gera.“ Fyrsti leikur sérstakur Fyrsti leikur Vals undir stjórn Túfa er gegn félagi sem á stóran stað í hjarta hans, KA. Srdjan Tufegdzic var á sínum tíma þjálfari KA.vísir/eyþór Það er stundum eins og svona sögulínur séu skrifaðar í skýin í fótboltaheiminum. Þú ert Valsari en ég þykist einnig vita að þú sér mikill KA-maður. Það verður væntanlega sérstakt fyrir því að stýra vel í fyrsta leik gegn KA á Akureyri? „Þetta er vel orðað hjá þér. Ég var hjá KA í um fjórtán ár. Allir vita hvaða þýðingu KA hefur fyrir mig. Svona er fótboltinn og maður hefur ekki allaf alla stjórn á verkefninu fram undan. Ég hlakka til að fara norður og reyna vinna leikinn með mínu liði, Val. Ég veit að fyrir norðan mun ég hitta frábært fólk sem ég þekki þar. Vonandi komum við aftur með sigur í farteskinu til Reykjavíkur.“ Býr að góðri reynslu frá Svíþjóð Undanfarin tvö ár hafði Túfa verið sem þjálfari í næst efstu deild Svíþjóðar. Fyrst hjá Öster og svo hjá Skövde en þar sagði hann upp störfum í síðasta mánuði eftir að hafa upplifað heimþrá og saknað fjölskyldu sinnar hér heima á Íslandi. Hefurðu breyst eða þróast mikið sem þjálfari eftir tíma þinn í Svíþjóð? „Ég reikna með því. Þessi rúmu tvö ár sem ég varði sem þjálfari í Svíþjóð á atvinnumannastigi í atvinnumannadeild hafa hjálpað mér að verða betri þjálfari. Ég tel mig vera á betri stað sem þjálfari í dag heldur en þegar að ég hélt út til Svíþjóðar. Ég er kominn með mikla reynslu og átti frábæra tíma úti. Það er margt sem ég upplifði þar sem mun nýtast mér í þessu verkefni með Val sem og í framtíðinni innan sem utan vallar.“ Spennan væntanlega mikil að snúa aftur í íslenska boltann? „Hundrað prósent. Ég sagði við eiginkonu mína fyrir nokkrum dögum að ég hefði í raun aldrei upplifað að vera í fríi yfir sumartímann þegar að fótboltinn er einhvern veginn á fullu. Það var skrítin tilfinning fyrir mig, og að ég held fyrir alla heima, að hafa mig heima að kvarta yfir hinu og þessu. Yfir þennan tíma reyndi ég að huga að eigin heilsu ásamt því að þjálfa strákana mína aðeins. Þetta var hins vegar kærkomin pása fyrir mig, að fá tíma með fjölskyldunni en ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri að vera kominn fljótt aftur á völlinn. Mættur aftur í Bestu deildina og hlakka til að stýra næstu æfingu.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira