RÚV greinir frá niðurstöðum þjóðarpúlsins. Vinstri græn mælast með 3,5 prósent á meðan 4,7 prósent segjast styðja Sósíalistaflokkinn. Það dugir flokknum þó ekki til þess að koma manni inn á þing.
VG mældist með 4 prósent í síðustu könnun.
Þar mælist Samfylkingin enn stærst með 27,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fylgir á eftir með 17,2 prósenta fylgi.
Miðflokkurinn , sem hefur verið á flugi undanfarna mánuði mælist með 14,6 prósent. Flokkurinn hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Á eftir kemur Viðreisn með 8,8 prósent og þá Flokkur fólksins með 8,6 prósent.
Píratar mælast með 7,8 prósent fylgi og tapa einu prósentustigi milli mánaða, stuðningur við Framsóknarflokkinn er 7,2 prósent.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 27 prósent á meðan samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 28 prósent.