Hin fullkomna íslenska kona Helga Lára Haarde skrifar 1. ágúst 2024 14:31 Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Vinnustaðurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun