Af dragdrottningum og grátkórum Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:45 Árið 2000 var haldið upp á lok Ólympíuleikanna í Sidney með stórri hátíð á Ólympíuleikvanginum. Þar mátti meðal annars sjá furðuleg farartæki á hlaupabrautinni, en það voru raunar risavaxnir glitrandi hælaskór á hjólum. Tilefni atriðisins var að heiðra hina stórkostlegu áströlsku kvikmynd The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert sem komið hafði út sex árum áður. Ástæða þess að ég nefni þetta núna, 24 árum síðar, er sú staðreynd að í hverjum rúllandi hælaskó í Sydney stóð dragdrottning. Man einhver eftir því? Líklega eru það fáir, í ljósi þess að engin sérstök umræða fór fram um þetta ágæta atriði. Hraðspólum nú til ársins í ár þegar dragdrottningar voru aftur hluti hátíðarhalda í tengslum við Ólympíuleika, í þetta skipti í opnunaratriði leikanna. Vísað var í forn-gríska menningu, Díonýsus kom við sögu og þekktar dragdrottningar voru áberandi. Í kjölfarið upphófst hávær grátkór íhaldssams fólks á Vesturlöndum, meðal annars á Íslandi. Hann varð raunar svo hávær að Ólympíuleikarnir báðust afsökunar á því að einhverjir skyldu hafa móðgast vegna þess að þeir héldu (ranglega) að um vísun í málverk af síðustu kvöldmáltíð Krists væri að ræða. Það er furðulegt hvað ákveðnum hópi fólks er agalega umhugað um málfrelsi alveg þar til hinsegin fólk fær að njóta þess. Hinsegin fólk, í öllum sínum fjölbreytileika, hefur verið hluti af mannlegu samfélagi alla tíð. Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana. Tilvist okkar virðist vera orðin stuðandi í sjálfri sér, sýnileiki okkar er gerður pólitískur og fólkið sem tekur ákvarðanir um að við fáum að sjást biðst síðan afsökunar á því að hafa gert það. Það er fullt tilefni til þess að staldra við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Árið 2000 var haldið upp á lok Ólympíuleikanna í Sidney með stórri hátíð á Ólympíuleikvanginum. Þar mátti meðal annars sjá furðuleg farartæki á hlaupabrautinni, en það voru raunar risavaxnir glitrandi hælaskór á hjólum. Tilefni atriðisins var að heiðra hina stórkostlegu áströlsku kvikmynd The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert sem komið hafði út sex árum áður. Ástæða þess að ég nefni þetta núna, 24 árum síðar, er sú staðreynd að í hverjum rúllandi hælaskó í Sydney stóð dragdrottning. Man einhver eftir því? Líklega eru það fáir, í ljósi þess að engin sérstök umræða fór fram um þetta ágæta atriði. Hraðspólum nú til ársins í ár þegar dragdrottningar voru aftur hluti hátíðarhalda í tengslum við Ólympíuleika, í þetta skipti í opnunaratriði leikanna. Vísað var í forn-gríska menningu, Díonýsus kom við sögu og þekktar dragdrottningar voru áberandi. Í kjölfarið upphófst hávær grátkór íhaldssams fólks á Vesturlöndum, meðal annars á Íslandi. Hann varð raunar svo hávær að Ólympíuleikarnir báðust afsökunar á því að einhverjir skyldu hafa móðgast vegna þess að þeir héldu (ranglega) að um vísun í málverk af síðustu kvöldmáltíð Krists væri að ræða. Það er furðulegt hvað ákveðnum hópi fólks er agalega umhugað um málfrelsi alveg þar til hinsegin fólk fær að njóta þess. Hinsegin fólk, í öllum sínum fjölbreytileika, hefur verið hluti af mannlegu samfélagi alla tíð. Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana. Tilvist okkar virðist vera orðin stuðandi í sjálfri sér, sýnileiki okkar er gerður pólitískur og fólkið sem tekur ákvarðanir um að við fáum að sjást biðst síðan afsökunar á því að hafa gert það. Það er fullt tilefni til þess að staldra við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun