Það er St. Mirren sem greindi frá því núna í hádeginu að allir miðarnir á SMiSA leikvanginn, heimavöll St. Mirren, fyrir leik liðsins gegn Val annað kvöld hefðu selst. Leikar standa 0-0 eftir markalausan fyrri leik liðanna hér heima.
The SMiSA Stadium is SOLD OUT for our first European home match in 37 years!
— St Mirren FC (@saintmirrenfc) July 31, 2024
We host Icelandic side Valur in the second leg of our UEFA Conference League Second Qualifying Round tie.
SMiSA leikvangurinn tekur um átta þúsund manns í sæti og verður mikill meirihluti áhorfenda á bandi heimamanna. Búist er við því að nokkrir tugir stuðningsmanna Vals verði á leiknum.
Skotarnir láta vel í sér heyra, líkt og Reykvíkingar fengu að upplifa í kringum fyrri leik liðanna hér heima í síðustu viku, og er um mikilvæga stund að ræða fyrir St. Mirren enda í fyrsta sinn í rúm 37 ár sem liðið á heimaleik í Evrópukeppni.
Seinni leikur St. Mirren og Vals í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld og hefst klukkan korter í sjö.