Fréttir frá Frakklandi herma að Mbappé hafi keypt meirihluta í franska b-deildarfélaginu Stade Malherbe de Caen.
Samkvæmt upplýsingum franska stórblaðsins L’Équipé þá mun Mbappé fjárhesta í félaginu fyrir um fimmtán milljónir evra en hann gerir það undir merkjum fjárfestingafélags síns. Þetta eru meira en 2,25 milljarðar íslenskra króna.
Með þessu eignast Mbappé áttatíu prósent hlut í félaginu en hann kemur þar inn í staðinn fyrir ameríska fjárfestingarsjóðinn Oaktree.
Oaktree keypti þessi áttatíu prósent árið 2020. Hin tuttugu prósentin á enn Pierre Antoine Capton, sem verður áfram forseti aðalstjórnar félagsins.
Caen féll úr efstu deild vorið 2019 og hefur verið í b-deildinni síðan. Liðið endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð, vann 17 leiki af 38 og tapaði 14. Liðið var aðeins einu sæti frá úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild.
Þegar Mbappé var þrettán ára, árið 2014, munaði litlu að hann samdi við Caen en í staðinn fór hann til Mónakó.
Caen er borg í Normaný héraði sem er 240 kílómetra vestur af París. Liðið byrjar tímabilið á móti Paris FC 17. ágúst næstkomandi þremur dögum eftir að búist er við því að Mbappé spili sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid.