Hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2024 22:09 Bergþór og Jón Steinar eru sammála um það að Helgi Magnús eigi ekki skilið áminningu fyrir ummæli hans um innflytjendur og hjálparsamtökin Solaris. vísir Þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara, um að leggja til við ráðherra að hann taki mál hans til skoðunar, og vísi honum tímabundið frá störfum. „Okkur þykir blasa við að maður eins og Helgi Magnús í þessu tilviki, sem hefur setið undir hótunum árum saman gagnvart sér og sinni fjölskyldu, hlýtur að hafa rétt til þess að segja satt um það sem um ræðir,“ segir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Hann og formaður flokksins hafa tjáð sig um málið og telja að Helga vegið. „Okkyr þykir það sem Helgi Magnús hefur sagt ekki í neinu samhengi réttlæta þá nálgun sem ríkissaksóknari virðist viðhafa núna gagnvart honum.“ Meðal þeirra ummæla sem Helgi Magnús hefur verið gagnrýndur fyrir að fleygja fram snúa að innflytjendur. Helgi Magnús sagði að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála“. Töldu ýmsir að með því væri Helgi Magnús að alhæfa um fólk af erlendum uppruna og ala á fordómum. Slíkt flokkist sem hatursorðræða og ekki væri hægt að treysta því að sama fólk nyti sannmælis og jafnræðis eftir ummæli Helga Magnúsar um að verið væri að „flytja inn ósiði“. Um traust til starfa Helga segir Bergþór: „Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Það er þannig að menn skipta með sér verkum í þessari stofnun, rétt eins og hjá dómstólum. Ég held því að það sé ekki alvöru vandamál í þessu samhengi, að slíkur ótti þurfi að vera uppi.“ Dómsmálaráðherra telur ekki við hæfi að hún tjái sig um erindi ríkissaksóknara varðandi tímabundna lausn Helga Magnúsar. Bergþór telur það augljóst hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir ráðherra skuli bregðast við þessu erindi. „Augljóst að ráðherrann eigi að hafna þessari beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Það væri eðlilegast, hvort sem litið er til þess lagaramma sem um þetta gildir. Eða þess að embættismenn njóta málfrelsis. Þessi tvö atriði eru nægjanleg til þess að hafna þessari beiðni ríkissaksóknara,“ segir Bergþór. Hann telur mikilvægt að taka umræðu inni á þingi um málfrelsi embættismanna. Ekkert agavald Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari var sömuleiðis til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það illa vegið að Helga Magnúsi að leggja til að hann víki tímabundið frá störfum og taka mál hans til skoðunar. Hann sagði að ríkissaksóknari hefði ekki vald til þess að áminna vararíkissaksóknara, heldur ráðherra sem hefði skipað í bæði embættin. „Ríkissaksóknari hefur ekkert agavald yfir honum. Þetta er nú bara stór þáttur í þessu máli.“ Mál Mohamad Kourani Dómsmál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Okkur þykir blasa við að maður eins og Helgi Magnús í þessu tilviki, sem hefur setið undir hótunum árum saman gagnvart sér og sinni fjölskyldu, hlýtur að hafa rétt til þess að segja satt um það sem um ræðir,“ segir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Hann og formaður flokksins hafa tjáð sig um málið og telja að Helga vegið. „Okkyr þykir það sem Helgi Magnús hefur sagt ekki í neinu samhengi réttlæta þá nálgun sem ríkissaksóknari virðist viðhafa núna gagnvart honum.“ Meðal þeirra ummæla sem Helgi Magnús hefur verið gagnrýndur fyrir að fleygja fram snúa að innflytjendur. Helgi Magnús sagði að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála“. Töldu ýmsir að með því væri Helgi Magnús að alhæfa um fólk af erlendum uppruna og ala á fordómum. Slíkt flokkist sem hatursorðræða og ekki væri hægt að treysta því að sama fólk nyti sannmælis og jafnræðis eftir ummæli Helga Magnúsar um að verið væri að „flytja inn ósiði“. Um traust til starfa Helga segir Bergþór: „Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Það er þannig að menn skipta með sér verkum í þessari stofnun, rétt eins og hjá dómstólum. Ég held því að það sé ekki alvöru vandamál í þessu samhengi, að slíkur ótti þurfi að vera uppi.“ Dómsmálaráðherra telur ekki við hæfi að hún tjái sig um erindi ríkissaksóknara varðandi tímabundna lausn Helga Magnúsar. Bergþór telur það augljóst hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir ráðherra skuli bregðast við þessu erindi. „Augljóst að ráðherrann eigi að hafna þessari beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Það væri eðlilegast, hvort sem litið er til þess lagaramma sem um þetta gildir. Eða þess að embættismenn njóta málfrelsis. Þessi tvö atriði eru nægjanleg til þess að hafna þessari beiðni ríkissaksóknara,“ segir Bergþór. Hann telur mikilvægt að taka umræðu inni á þingi um málfrelsi embættismanna. Ekkert agavald Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari var sömuleiðis til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það illa vegið að Helga Magnúsi að leggja til að hann víki tímabundið frá störfum og taka mál hans til skoðunar. Hann sagði að ríkissaksóknari hefði ekki vald til þess að áminna vararíkissaksóknara, heldur ráðherra sem hefði skipað í bæði embættin. „Ríkissaksóknari hefur ekkert agavald yfir honum. Þetta er nú bara stór þáttur í þessu máli.“
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira