„Virðist vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2024 18:00 Eiganda King Kong þykir líklegt að þjófurinn hafi skorið sig við að klöngrast inn um gluggann. Eigandi verslunarinnar King Kong segir svo virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi í dag. Brotist var inn í King Kong við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, rúmum sjö mánuðum eftir að brotist var inn í samnefnda verslun við Höfðabakka. „Ég fékk í rauninni tilkynningu í símann um að þjófavarnarkerfið væri farið í gang og kíkti síðan nánar á það og sá að einhver var að skríða inn um hana,“ segir Jón Þór Ágústsson eigandi King Kong í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá. Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél má sjá þjófinn brjóta rúðu á hurðinni sem leiðir inn í verslunina og stökkva í gegn um gatið. „Hann hefur örugglega skorið sig við að hoppa yfir þessa brotnu rúðu. En við sáum samt ekkert blóð, sem var furðulegt,“ segir Jón Þór. Hann segir þjófinn hafa stolið peningakassanum úr afgreiðsluborðinu. Lögregla hafi verið kölluð til um leið og ljóst var hvað væri á seyði og handtekið manninn á staðnum. Jóni Þór þykir ólíklegt að innbrotið hafi verið skipulagt, maðurinn hafi verið einn á ferð og ekki valdið nærri jafn miklu tjóni og þegar brotist var inn í King Kong verslunina við Höfðabakka aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, þegar tveir þjófar tæmdu hillur verslunarinnar, sem hlaðnar voru rafrettum. Myndband af því innbroti má sjá hér að neðan. Tjón innbrotsins í nótt hafi þó velt á nokkur hundruð þúsund krónum. „Þetta er svolítið pirrandi, og virðist eiginlega vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag. Það er mikið um svona rugl,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Rafrettur Verslun Tengdar fréttir Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Ég fékk í rauninni tilkynningu í símann um að þjófavarnarkerfið væri farið í gang og kíkti síðan nánar á það og sá að einhver var að skríða inn um hana,“ segir Jón Þór Ágústsson eigandi King Kong í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá. Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél má sjá þjófinn brjóta rúðu á hurðinni sem leiðir inn í verslunina og stökkva í gegn um gatið. „Hann hefur örugglega skorið sig við að hoppa yfir þessa brotnu rúðu. En við sáum samt ekkert blóð, sem var furðulegt,“ segir Jón Þór. Hann segir þjófinn hafa stolið peningakassanum úr afgreiðsluborðinu. Lögregla hafi verið kölluð til um leið og ljóst var hvað væri á seyði og handtekið manninn á staðnum. Jóni Þór þykir ólíklegt að innbrotið hafi verið skipulagt, maðurinn hafi verið einn á ferð og ekki valdið nærri jafn miklu tjóni og þegar brotist var inn í King Kong verslunina við Höfðabakka aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, þegar tveir þjófar tæmdu hillur verslunarinnar, sem hlaðnar voru rafrettum. Myndband af því innbroti má sjá hér að neðan. Tjón innbrotsins í nótt hafi þó velt á nokkur hundruð þúsund krónum. „Þetta er svolítið pirrandi, og virðist eiginlega vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag. Það er mikið um svona rugl,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Rafrettur Verslun Tengdar fréttir Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05