Á fjórða þúsund manna glímir við mikla elda í Kaliforníu Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 29. júlí 2024 08:20 Flugvél sleppir eldtefjandi efni yfir Park-eldana við Forest Ranch í Kaliforníu í gær. AP/Nic Coury Miklir gróðureldar geisa í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum og ná þeir nú yfir tuttugu ferkílómetra svæði. Á fjórða þúsund viðbragðsaðila glímir við eldana en upptök þeirra eru rakin til brennandi bíls sem var velt út í gil í síðustu viku. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir meira en 140 þúsund hektara landsvæði frá því að þeir kviknuðu á miðvikudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Það er stærra en Los Angeles-stórborgarsvæðið. Á sjöunda tug bygginga hafa eyðilagst í eldinum en engan hefur sakað til þessa. Íbúum í bæjum í Butte-sýslu var sagt að vera í viðbragðsstöðu að yfirgefa heimili sín í gær, þar á meðal í bænum Paradise sem brann nær til kaldra kola í gróðureldi árið 2018. Slökkviliðsmönnum hefur gengur erfiðlega að ráða niðurlögum eldanna. Aðstæður á vettvangi hafa gert þeim erfitt fyrir, svæðið er brattlent og vindar blása. Einhver árangur náðist þó í gær þegar veðuraðstæður urðu hagfelldari með svalara og rakara lofti, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum með því að velta brennandi bíl út í gil í nágrenni við þekkt útivistarsvæði við borgina Chico í Butte-sýslu. Maðurinn flúði vettvang. Park-eldarnir, eins og þeir hafa verið nefndir, eru umfangsmestu gróðureldarnir í Kaliforníu í ár. Hann er þó aðeins einn af fleiri en hundrað gróðureldum sem brunnu í Bandaríkjunum í gær. Viðvaranir vegna reykmengunar frá eldunum voru í gildi þar sem milljónir manna búa í norðvestanverðum Bandaríkjunum og vestanverðu Kanada í gær. Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir meira en 140 þúsund hektara landsvæði frá því að þeir kviknuðu á miðvikudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Það er stærra en Los Angeles-stórborgarsvæðið. Á sjöunda tug bygginga hafa eyðilagst í eldinum en engan hefur sakað til þessa. Íbúum í bæjum í Butte-sýslu var sagt að vera í viðbragðsstöðu að yfirgefa heimili sín í gær, þar á meðal í bænum Paradise sem brann nær til kaldra kola í gróðureldi árið 2018. Slökkviliðsmönnum hefur gengur erfiðlega að ráða niðurlögum eldanna. Aðstæður á vettvangi hafa gert þeim erfitt fyrir, svæðið er brattlent og vindar blása. Einhver árangur náðist þó í gær þegar veðuraðstæður urðu hagfelldari með svalara og rakara lofti, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum með því að velta brennandi bíl út í gil í nágrenni við þekkt útivistarsvæði við borgina Chico í Butte-sýslu. Maðurinn flúði vettvang. Park-eldarnir, eins og þeir hafa verið nefndir, eru umfangsmestu gróðureldarnir í Kaliforníu í ár. Hann er þó aðeins einn af fleiri en hundrað gróðureldum sem brunnu í Bandaríkjunum í gær. Viðvaranir vegna reykmengunar frá eldunum voru í gildi þar sem milljónir manna búa í norðvestanverðum Bandaríkjunum og vestanverðu Kanada í gær.
Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira